Að læra yfir strikið
Learning to Transgress
Akademían er ekki paradís. En nám er vettvangur þar sem hægt er að skapa paradís. Þrátt fyrir takmarkanir sínar er kennslustofan staður hins mögulega eftir sem áður. Á þessum vettvangi hins mögulega getum við unnið hörðum höndum að frelsi og krafist þess af sjálfum okkur og félögum okkar að við opnum huga okkar og hjarta andspænis raunveruleikanum um leið og við ímyndum okkur í sameiningu aðferðir til að sigrast á takmörkunum og ögra. Þetta er menntun sem iðkun frelsi.1 1 bell hooks, Teaching to Transgress: Education as the Practice of Freedom (New York: Routledge, 1994), 207.
MIKILVÆGI
ÖGRUNAR
Það að ögra er þýðing á enska hugtakinu „transgress“ sem rekur uppruna sinn til latneska orðsins „transgredi“: „trans“ (þvert yfir) og „gradi“ (að fara). Hugtakið merkir bókstaflega að fara þvert yfir eitthvað. Sá sem ögrar er einstaklingur sem fer yfir mörk þess sem er landfræðilega, siðferðilega, samfélagslega, fagurfræðilega, menningarlega eða lagalega viðtekið eða þekkt. Þær ástæður sem búa að baki ögrun þess viðtekna eru ólíkar auk þess sem viðtekin mörk eru aldrei í kyrrstöðu heldur á stöðugri hreyfingu. Mörkin eru gjarnan samfélagslega mótuð, tæknilega skilyrt og tímanum undirorpin – og þegar þau hafa verið skilgreind þá tökum við gjarnan þátt í að verja þau. Slík óstöðug landamæri afmarka þekkingu okkar, samkennd okkar og skilning okkar á veröldinni sem og stöðu okkar mannfólksins innan hennar.
Ögrunin endurskilgreinir raunveruleikann. Ögrun viðtekinna siðferðisgilda leiddi hefðbundið þrælahald til lykta.2 2 Naomi Klein, This Changes Everything (London: Allen Lane, 2014). Í baráttu gegn þrælahaldi lék áhrifarík skýringarmynd stórt hlutverk. Árið 1788 birtu breskir andstæðingar þrælahalds teikningu af átjándu aldar skipinu Brooks sem gat flutt fjögurhundruð þræla í hverri ferð en skipið sigldi til Liverpool á Englandi. Þessi ögrandi skýringarmynd átti þátt í því að breiða út skilning á fyrirlitlegu eðli þrælahalds, andstyggilegri mannlegri hegðun sem brýtur gegn grundvallarmerkingu þess að vera manneskja. Frá því að teikningin leit dagsins ljós liðu önnur fjörutíu og fimm ár áður en þrælahald var afnumið með öllu í Bretlandi í krafti sameiginlegrar baráttu fólks.3 3 Suzanne Labarre, „Infographic: The Slave-Ship Chart That Kindled The Abolitionist Movement,“ FastCompany, 23. 7. 2012, fastcompany.com/1670325/infographic-the-slave-ship-chart-that-kindled-the-abolitionist-movement.
Eins ögrum við hinu viðtekna af einskærri mannlegri forvitni.4 4 Yuval Noah Harari, Sapiens: A Brief History of Humankind (London: Vintage, 2011) & Leonard Mlodinow, The Upright Thinkers:
The Human Journey from Living in Trees to Understanding Cosmos (London:Penguin Books, 2015). Austurríski eðlisfræðingurinn Ludwig Boltzmann (1844–1906) ögraði vísindasamfélaginu á sínum tíma með kenningu sem fól í sér að frumeindir og sameindir væru raunverulega til.5 5 „Kinetic Theory of Gases,“ Encyclopædia Britannica, (u.) 14. 7. 2018, britannica.com/science/kinetic-theory-of-gases. Kenningum hans var harðlega mótmælt af öðrum vísindamönnum og Boltzmann veiktist af alvarlegu þunglyndi sem leiddi loks til þess að hann framdi sjálfsmorð.6 6 John Blackmore, Ludwig Boltzmann: His Later Life and Philosophy, 1900–1906. Book Two: The Philosopher (Dordrecht: Kluwer, 1995). Þá ögrar fólk þegar þær reglur sem eru til staðar verða fjötur um fót. Vilji maður byggja hús á ræktarlandi í Egyptalandi með löglegum hætti þá kallar það á allt frá sex til ellefu ár af skriffinsku. Af þessum sökum ögra margir löggjöfinni og reisa sér heimili með ólöglegum hætti.7 7 Hernando de Soto Polar, The Mystery of Capital: Why Capitalism Triumphs in the West and Fails Everywhere Else (New York: Basic Books, 2000). Ögrun felur í sér endurskilgreiningu og endurhönnun þess sem talin eru viðtekin sannindi.
Við verðum að byggja sannleikann á þeim veruleika sem við þekkjum, fremur en að líta á sannleikann sem einhverskonar algilda þekkingu. Sannleikann ber að skilja sem getuna til þess að greina muninn á staðreyndum og lygum. Þetta er boðskapur sálgreinandans Hönnu Segal í viðtali við Jon Henley fyrir The Guardian. Í viðtalinu rökstyður hún þá afstöðu að leitin að sannleikanum sé rannsókn sem auki skilning. Sálgreining, eins og hún er stunduð í dag, leggur upp úr því að sannleiksleitin sé í sjálfri sér læknandi og heilandi og geti breytt lífi manns. Árangur sannleiksleitarinnar er því fólginn í tvennu; hún eykur bæði þekkingu og vellíðan sannleiksleitandans – eykur hamingju hans, leyfi ég mér að segja. Líkt og Hanna Segal segir í viðtalinu: „Sannleikurinn endist sjaldnast; sannleikur gærdagsins er ekki sannleikur dagsins í dag.“8 8 Jon Henley, „Queen of Darkness,“ The Guardian, 8. 9. 2018, theguardian.com/science/2008/sep/08/psychology.healthandwellbeing. Þetta gerir starf sannleiksleitandans að endalausu verkefni, það felur í sér stöðuga endurtekningu. Það er vegna þess að helsta markmiðið með leitinni er að afhjúpa og afbyggja geðveikina, lygarnar og fölsku ályktunanirnar sem við höfum sjálf skapað. Þegar uppi er staðið er um að ræða vegferð þar sem allt er lagt í sölurnar til að vernda heilbrigð mannleg gildi, með umhyggju fyrir mönnum og öðrum verum að leiðarljósi. Í slíkri vegferð þýðir ekkert að nema staðar eða gera hlé, þvert á móti krefst hún stöðugrar árvekni. 9 9 Ibid.
Leitin að þekkingu og sannleika er frumstæð mannleg þrá sem byggir á þeirri afstöðu að við vitum ekki allt sem hægt er að vita um heiminn. Það er slík vanþekking sem knýr okkur áfram í að leita og spyrja alla ævi.10 10 Harari, Sapiens. Við tökumst á við vanþekkingu okkar með forvitni, með væntingum um betra líf, með öflugu siðviti sem hjálpar okkur að berjast gegn því sem við teljum rangt, hvort sem um er að ræða þrælahald, flókna skriffinsku (eins og í dæminu hér áðan) eða aðrar áskoranir samtímans, svo sem matarsóun, áríðandi þarfir hælisleitenda, eyðingu skóga, grimmilega meðferð á dýrum eða loftslagsbreytingar. Slíkar áskoranir verða enn flóknari vegna ákveðinnar þekkingarkreppu sem stafar af takmörkuðum aðgangi að merkingarbærum sannindum og skorti á mannlegri getu til að greina staðreyndir frá lygum. Til þess að sigrast á þessari kreppu verðum við – eftir aldalangan að-skilnað þekkingar eftir landamærum fjölda ólíkra sérgreina og fagsviða – að leggja heiminn saman að nýju, að raða honum aftur saman og að sjá samspil ólíkra hluta hans.11 11 Thomas Fisher, Designing Our Way to a Better World (Minneapolis: University of Minnesota, 2016) & Donella H. Meadows, Thinking in Systems: A Primer, (ritstj./Ed.) Diana Wright (Vermont: Chelsea Green, 2008). Við verðum með öðrum orðum að „öðlast skilning á grundvallartengslum alls þess sem er og endurnýja merkingaruppsprettur okkar, eða deyja.“ 12 12 Elizabeth Farrelly, Blubberland: The Danger of Happiness (Sydney: NewSouth, 2007), 11. Stöðug endurnýjun á þekkingu okkar og skilningur á því að við tilheyrum öll sama kerfinu er sú vitsmunalega ögrun sem er nauðsynlegt að halda til streitu.
Leitin að sannleikanum felur í sér leit að þýðingu og merkingu, hún krefst stöðugrar sjálfsskoðunar án of mikillar áherslu á það hver við erum. Sjálfsskoðunin snýst líka um það hver við viljum vera og hvað við – sem samfélag af fólki sem tengist hvert öðru þvert yfir hnöttinn – viljum. Slík sjálfsskoðun er á ábyrgð einstaklingsins en einnig samfélagsins. Einstaklingar sem ögra eru nefnilega ekki einangraðir út af fyrir sig heldur manneskjur sem bregðast við samfélagi sínu. Einstaklingar sem ögra leitast við að taka ríkari þátt, vera virkari, ábyrgari og gagnrýnni gagnvart eigin samfélagi. Það á sérstaklega við um nærumhverfið þar sem einstaklingurinn á heima, því viðkomandi bæði þekkir og ber tilfinningar til þess sem stendur honum næst.13 13 hooks, Teaching to Transgress. Það ber ekki að skilja þá mannlegu viðleitni að öðlast og deila þekkingu sem röð einangraðra orrusta heldur fremur sem sameiginlega vegferð sem farin er af fjölbreyttum hópi fólks sem starfar saman að sameiginlegum tilgangi.14 14 Mlodinow, The Upright Thinkers. Eintómt einstaklingsframtak nægir ekki til að hrinda af stað raunverulegum breytingum. Slíkar breytingar geta aðeins orðið ef fólk finnur til nægilegrar samkenndar vegna þess að það trúir því sama og finnur til sömu ábyrgðar gagnvart því að breyta hinu viðtekna. Þegar þetta gerist eru breytingar mögulegar.15 15 Alexandra Schindel, „Supporting Youth to Develop Environmental Citizenship With/Against a Neoliberal Context,“ Environmental Education Research, 21, #3 (2015): 390–402, DOI: 10.1080/13504622.2014.994164. Þegar þeir sem ögra starfa saman tekst þeim að brjóta, afhjúpa eða leiðrétta átök, ágreining eða ágalla á þeim hönnuðu kerfum sem við búum við. Það er gert með því að afhjúpa ósannindi og ganga á hólm við siðferðilegar, vísindalegar og menningarlegar takmarkanir. Með aukinni þekkingu vex jafnframt vald okkar yfir heiminum. Með þessu aukna valdi fylgir aukin ábyrgð á umhverfi okkar, náunganum og öðrum dýrum. 16 16 Bertrand Russell, What I Believe (London: Routledge, 1996).
ÖGRANDI
MENNTUN
Á meðan vanþekking kann oft að réttlæta gjörðir okkar, vegna þess að við vissum ekki betur, þá knýr þekking okkur aftur á móti til þess að taka réttar siðferðilegar ákvarðanir; ákvarðanir sem styðja við umhverfis- og samfélagskerfi okkar. Á þeim forsendum trúi ég því að menntun leiki grundvallarhlutverk í okkar samfélagi. Menntun er samfélagsleg hreyfing og leggur sitt af mörkum í leitinni að sannleikanum ásamt því að greiða fyrir mannlegum þroska.17 17 John Dewey, Experience and Education (New York: Free Press, 2015). Menntun er pólitísk og verður ætíð fyrir áhrifum þess samfélagskerfis og þeirrar hugmyndafræði sem ræður ríkjum.18 18 Paulo Freire, Pedagogy of the Oppressed (London: Penguin Books, 1993). Þar af leiðandi er eitt meginmarkmið menntunar að efast um slík kerfi. Það að starfa við menntun merkir að vinna gegn kúgandi kerfum og takmörkun á aðgangi að þekkingu, það merkir að vinna að samfélagslegu og umhverfislegu réttlæti með það í huga að þekkingaröflun er í sjálfri sér samfélagslegt afl.
Menntafrömuðurinn bell hooks olli straumhvörfum með verki sínu Teaching to Transgress, Education as the Practice of Freedom. Þar segir hún að grundvöllur menntakerfis okkar sé gagnrýnin hugsun. Enska orðið yfir gagnrýni er dregið af gríska orðinu „kritikos“ sem merkir hæfni til þess að bera kennsl á og skera úr um – í íslensku merkir hugtakið hreinlega að rýna sér til gagns. Gagnrýnin hugsun krefst gagnrýnnar kennslufræði en það er ferli sem leiðir kennara og nemendur saman í sannleiksleit sem felst í því að spyrjast fyrir um grundvallarhugmyndir í samfélaginu á borð við þekkingu, réttlæti og jafnrétti. Gagnrýnin hugsun er ferli sem byggir á því að ögra viðteknum aðferðum og skoðunum og hugsa þær upp á nýtt. Slík hugsun krefst þolinmæði, hugrekkis og lýðræðissamfélags þar sem öllum sem vilja læra er veittur jafn aðgangur að menntun.19 19 Joan Wink, Critical Pedagogy: Notes from the Real World (New York: Addison Wesley Longman, 2000). Gagnrýnin kennslufræði krefjast sjálfsskoðunar og endurhugsunar á hlutverkum þeirra menntastofnanna, skóla og háskólastofnanna sem við eigum, sem og á tengslum okkar hvert við annað, bæði innan þessara stofnana sem og í samfélaginu öllu.
Gagnrýnin kennslufræði spyr þeirrar grundvallarspurningar, hvað viljum við vilja og hvað viljum við vita? 20 20 Ibid. Það að læra að ögra er samfélagslegt ferli. Það hefst á því að við komum í kennslustofuna með persónulega reynslu okkar að borðinu ásamt staðreyndum og skoðunum. Sameiginleg sjónarhorn á raunveruleikann ryðja betri leiðir til þekkingar auk þess að þroska samkennd okkar á milli og gagnvart raunverulegum lífsvandamálum. Kennslustofan getur virkað sem tilraunastofa fyrir námsferlið, og orðið „róttækasti staður hins mögulega.“ 21 21 hooks, Teaching to Transgress. Slík tilraunastofa er ekki loftþétt herbergi þar sem verið er að gera einangraðar tilraunir, heldur vöggustofa hugmynda, vettvangur samræðna þar sem tekist er á við þau takmörk sem ríkja, veruleikann eins og við þekkjum hann og hefðbundna hugmyndafræði og því öllu síðan ögrað í sameiningu.
Samræðan byggir á getu meðlima hópsins til þess að fresta ályktunum sínum og að taka raunverulega þátt í að „hugsa saman“.22 22 Peter Senge, The Fifth Discipline: The Art & Practice of the Learning Organization (New York: Crown Business, 2006). Með samræðunni verða kennarar og nemendur „samábyrgir fyrir ferli sem stuðlar að þroska allra.“ 23 23 Freire, Pedagogy of the Oppressed, 53. Á forn-grísku merkti orðið „dialogos“ frjáls samskipti um merkingu í hóp. Slík samskipti gera hópnum kleift
að öðlast innsýn sem er einstaklingnum fyrirmunað.24 24 Senge, The Fifth Discipline, 10. Samræðan getur leitt til djúptækra, viturra og skarpra samtala og er ferli sem stuðlar að aukinni meðvitund, skapar og endurskapar fjölbreyttan skilning og leiðir til uppgötvunar nýrra sanninda.25 25 Wink, Critical Pedagogy, 48. Menntafrömuðurinn Paulo Freire telur að ást á heiminum og fólkinu sem byggir hann séu nauðsynlegar forsendur raunverulegrar samræðu.26 26 Freire, Pedagogy of the Oppressed, 62. Til þess að öðlast slíka ást verðum við að finna að það sem við gerum á tilraunastofunni okkar eigi erindi (hvort sem það er í námi eða í starfi), að það sem við gerum hafi áhrif á fólk og að ákvarðanir okkar hafi áhrif handan akademíunnar.
Af þessum sökum er kennslustofan staður til þess að ögra saman.27 27 hooks, Teaching to Transgress, 39. Það er gert ráð fyrir því að fólk ögri í kennslustofunni og því verður kennslustofan einnig að skapa jarðveg fyrir átök, skoðanaskipti, ágreining, mistök og villur. Orðið „error“ sem merkir villa á ensku rekur rætur sínar til latneska orðsins „errare“ sem merkir að ráfa um (íslenska orðið villa, vísar með svipuðum hætti í það að villast). Villur eru ferðalög hugans, leiðir til þess að rannsaka veruleika okkar sem ávallt fela í sér ögrun. Villurnar – ráfið og ögranirnar – skapa þekkingu sem er aftur myndar grundvöll þess að greina í sundur staðreyndir og lygar. Villur tilheyra leitinni að einhverju sem okkur skortir, sem við höfum þörf fyrir, sem við teljum mikilvægt að hafa, hvort sem um er að ræða afnám þrælahalds, eðlisfræðikenningar eða frelsi til þess að reisa eigið hús. Það að gangast við villunum er forsenda frekara náms.28 28 Meadows, Thinking in Systems, 181.
Menntun er bæði grundvöllur lýðræðis og þess að lifa af. Ekkert samfélag endist án þess að séð sé til þess að þekking og viska berist frá einni kynslóð til annarrar.29 29 Henry A. Giroux, On Critical Pedagogy (London: Bloomsbury, 2011). Slík miðlun krefst félagsfærni og réttra aðstæðna til að kenna og læra, það er réttu kennslufræðanna sem framleiða ekki aðeins „tæknifólk“ heldur ábyrga borgara, fólk sem er tilbúið að leggja sitt af mörkum til samfélagsins, fólk sem vill berjast gegn geðveikinni, standa andspænis raunveruleikanum og lagfæra margvíslega hönnunargalla hans, fólk sem vill vera virkir samfélagsþátttakendur. Heimspekingurinn Bertrand Russell taldi að hið góða líf krefðist þess að maður fléttaði saman þekkingu og ást til að skapa rými fyrir samfélag og almannahagsmuni. Þessu er mikilvægt að halda til haga í menntun og þetta er kjarninn í þroskun samfélagsþátttöku.30 30 Russell, What I Believe. Borgaralegri samfélagsþátttöku er gjarnan lýst á erlendum tungumálum með orðum sem rekja rætur sínar til latneska orðsins „civitas“ sem tekur til þeirra félagslegu, pólitísku og menningarlegu kerfa sem eru sameiginleg íbúum ákveðinnar borgar. En „civitas“ merkir ekki aðeins samfélagslíkama borgaranna, heldur er það jafnframt samfélagssáttmálinn sem leiðir alla borgarana saman. Í þeim skilningi tekur hugtakið til þeirra einstaklingsbundnu og samfélagslegu réttinda borgarans sem standa vörð um bæði almannahagsmuni og sameiginleg gæði. Þar sem að við lifum í hnattvæddu samfélagi er einnig mikilvægt fyrir okkur að hlúa að þessu með tilliti til alþjóðlegrar samfélagsþátttöku – skilja það að gjörðir okkar hafa ætíð áhrif á tilvist fólks um allan heim.
HLUTVERK
HÖNNUNARMENNTUNAR
Í mörgum erlendum tungumálum rekur orðið fyrir hönnun rætur sínar til latneska orðsins „de signare“ sem merkir að merkja, að tákna eða að velja. 31 31 Roberto Verganti, Design-driven Innovation: Changing the Rules of Competition by Radically Innovating What Things Mean (Boston: Harvard Business Press, 2008). Hönnun snýst nefnilega um val og stöðuga rannsókn á því hvernig best er að velja – að því leyti er um síendurtekið ferli að ræða. Alistair Faud-Luke lítur svo á að hönnun „megi nota sem verkfæri; til að endurhugsa hversdagslífið, umbreyta hugmyndum um iðnframleiðslu, stjórnskipan, einstaklingsrými og almannarými, þau kerfi og tengslanet sem þegar eru til staðar og til þess að skapa nýjar tegundir aðgerða, pólitískrar vitundar og samfélags.“32 32 Alistair Faud-Luke, Design Activism: Beautiful Strangeness for a Sustainable World(London: Earthscan, 2009), 25. Með þessu móti verður hönnun að rannsóknartæki í leit að sannleikanum (jafnvel þó svo að sannleikurinn standi sjaldnast í stað) í stöðugri viðleitni okkar til að greina staðreyndir frá lygum. Af þessu leiðir að flæði fjármagns, auðlindanýting, lofstlagsbreytingar, hröð borgarþróun, flóttamannavandi, dýraréttindi og upplýsingar um slík málefni eru allt viðfangsefni hönnunar.33 33 Beatriz Colomina & Mark Wigley, Are We Human?: Notes on an Archaeology of Design (Zürich: Lars Müller Publishers, 2016), 12.
Við lifum í hnattrænum heimi þar sem fréttir ferðast á hraða internetsins en einmitt vegna þess hvað allt gerist skyndilega hefur skapast glundroði þegar kemur að því að greina í sundur staðreyndir og lygar. Sá glundroði takmarkar aðgang okkar að merkingarbærum sannindum og getu okkar til að grípa inn í.34 34 Ibid., 85. Alvin Toffler skilgreinir þetta ástand sem lamar ákvarðanatöku „framtíðaráfall“.35 35 Russell L. Ackoff, Ackoff’s Best: His Classic Writings on Management (New York: John Wiley & Sons, 1999). Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir sem hnattrænt samfélag eru af þeim sökum fólgnar í því að læra hvernig taka megi grundvallarákvarðanir í sífellt flóknari og óstöðugri heimi, og ennfremur hvernig við getum aðhafst í öngþveitinu og sigrast á því. Jafnvel þó að aðgangur að upplýsingum sé grundvallaratriði þegar við tökum ákvarðanir, þá verðum við einnig að höfða til samfélagslegar ábyrgðar þegar við hvetjum til aðgerða. Við verðum að hafa hugrekki til þess að ögra með athöfnum, að tengja sjálf okkur heiminum á nýjan leik, fólkinu sem hér býr og stöðunum sem hér eru.36 36 Susan Sontag, Regarding the Pain of Others (London: Penguin Books, 2004). Menntun til samfélagsþátttöku snýst um að þroska borgaralega færni nemenda og valdefla þá, hvetja þá til að knýja fram hugmyndir sínar handan kennslustofunnar, sem samfélagsþátttakendur og borgarar. 37 37 Elizabeth Resnick, Developing Citizen Designers (New York: Bloomsbury Academic, 2016). Hönnun felur í sér ákvarðanir og ákvarðanir okkar verða að stjórnast af þekkingu á staðreyndum, reynslu, samfélagslegri og siðferðislegri afstöðu, sem og af vitund um að við búum í kerfi flókinna tengsla og sambanda – við lifum í samfélögum.38 38 John Thackara, How to Thrive in the Next Economy (London: Thames & Hudson, 2017).
Hönnun fæst við fólk og ákvarðanir þeirra, hönnun er félagsvísindi sem greinir ekki aðeins veruleikann heldur samþættir hann, og spyr hann út úr. Hönnun snýst um að ímynda sér ólíka veruleika, hugsa um hvað-ef sviðsmyndir og yfirvega merkingu þeirra. Hönnun snýst um ákvarðanir sem við tökum og skilning á afleiðingum þeirra fyrir samfélagið og umhverfið. Hönnun hefst í aðstæðum sem við upplifum vegna matarsóunar, vegna umferðaröngþveita, vegna fatlana, vegna óþægilegra aðstæðna, vegna reiði. Hönnun er pólitísk. Gríska hugtakið „politiká“ merkir bókstaflega borgin, það má þýða „politiká“ sem það sem varðar borgina. Pólitískur einstaklingur er einstaklingur sem lætur sér annt um borgina sína, um samfélagið sitt.
„Það að kenna og læra tilheyrir raunverulegu lífi og raunverulegt líf felur í sér pólitík og fólk.“39 39 Wink, Critical Pedagogy, 77. Hönnunarnemendur verða að skilja að „vandamál heimsins skiptast ekki upp með sama hætti og háskólarnir gera“.40 40 Jamshid Gharajedaghi, Systems Thinking: Managing Chaos and Complexity: A Platform for Designing Business Architecture (London: Elsevier, 2011), 104. Það verður að þróa nýtt samband á milli ólíkra vísindagreina og ögra viðteknum akademískum landamærum. Þar af leiðandi er mikilvægt að sjá háskóla fyrir sér sem samræðuvettvang sem byggir á samstarfi, ekki aðeins á milli ólíkra faggreina, heldur einnig með tilliti til félagslegra aðstæðna okkar, fólks og staða sem við rekumst á menntaveginum.41 41 Sharon E. Sutton & Susan P. Kemp, „Integrating Social Science and Design Inquiry Through Interdisciplinary Design Charrettes: An Approach to Participatory Community Problem Solving,“ American Journal of Community Psychology 38, #1–2 (2006): 125, DOI: 10.1007/s10464-006-9065-0. Í ritgerð sinni um kennslufræði, „Learning to Live,“ skilgreinir fræðimaðurinn Thomas Merton tilgang menntunar sem fólginn í því að styðja við nemendur að vera þeir sjálfir, af heilindum – í leit að sannleika á vegferð sem er eftir allt saman ekki einmana vegferð heldur sameiginleg, heilandi vegferð. 42 42 hooks, Teaching to Transgress.
Arkitektinn og menntafrömuðurinn Tony van Raat skrifar í inngangsorðum að bók sem kallast 202 for Refugees að „hlutverk menntunar hljóti að felast í því að aðstoða næstu kynslóð borgara að öðlast meðvitund um félagslegar og pólitískar skyldur sínar og gera þeim kleift að öðlast bæði hæfni og afstöðu til þess að hugsa sjálfstætt og hafa áhrif.“ 43 43 Tony van Raat, 202 for Refugees, (ritstj./Ed.) Magdalena Garbarczyk (Auckland: UNITEC, 2016). Menntun snýst um meðvitund. Hún er fólgin í því að þroska og þróa, ekki aðeins vísindalega staðreyndaþekkingu, heldur einnig samkennd, tilfinningagreind, félagsfærni og hönnunarfærni með það fyrir augum að takast á við og leysa áskoranir í samtímanum, að leggja eitthvað af mörkum og taka þátt sem borgarar í samfélagi okkar og í heiminum. Það er nefnilega svo að í þessum menningarlega og efnahagslega ofurtengda heimi eru engin vandamál sem þrífast í tómarúmi. Þegar við lærum að deila þekkingu og vinna saman er hægt að takast á við vandamál með heildstæðari hætti. Hlutverk mitt sem kennara er fólgið í því að hvetja nemendur til að ögra viðteknum mörkum. Það gefur mér síðan hugrekki til þess að halda sjálfur áfram að ögra.
The academy is not paradise. But learning is a place where paradise can be created. The classroom, with all its limitations, remains a location of possibility. In that field of possibility we have the opportunity to labour for freedom, to demand of ourselves and our comrades, an openness of mind and heart that allows us to face reality even as we collectively imagine ways to move beyond boundaries, to transgress. This is education as the practice of freedom. 1
1 bell hooks, Teaching to Transgress: Education as the Practice of Freedom (New York: Routledge, 1994), 207.
THE IMPORTANCE
OF TRANSGRESSION
The word transgress comes from the Latin ‘transgredi’: ‘tran’ (across) and ‘gradi’ (to go). It literally means to go across. A transgressor is a person that goes beyond the current limits of what is geographically, morally, socially, aesthetically, culturally, or legally accepted or known. The reasons for transgressing are different and such limits are never static but in a constant state of flux. They are often socially constructed, technologically defined, temporally relative – and once formed, we become guardians for these limits. Such unstable limits represent the boundaries of our knowledge, of our empathy, of our understanding of the world and the position that we humans have within it.
The act of transgression redefines reality. Transgression of the accepted moral norm put an end to slavery.2
2 Naomi Klein, This Changes Everything (London: Allen Lane, 2014). A shocking infographic played a significant role in the fight against it. Published by British abolitionists in 1788, the diagram depicts the 18th century ship Brooks, a vessel capable of carrying 400 slaves to its destination in Liverpool, England. This transgressive infographic promoted the understanding that slavery is a detestable, abhorrent human practice in violation of the very meaning of being human. From this moment it took forty-five years of collective action to fully abolish slavery in Britain.3
3 Suzanne Labarre, „Infographic: The Slave-Ship Chart That Kindled The Abolitionist Movement,“ FastCompany, 23. 7. 2012, fastcompany.com/1670325/infographic-the-slave-ship-chart-that-kindled-the-abolitionist-movement.
We also transgress simply out of human curiosity.4
4 Yuval Noah Harari, Sapiens: A Brief History of Humankind (London: Vintage, 2011) & Leonard Mlodinow, The Upright Thinkers: The Human Journey from Living in Trees to Understanding Cosmos (London: Penguin Books, 2015). Austrian physicist Ludwig Boltzmann (1844–1906) transgressed his scientific milieu by developing the so-called kinetic theory of gasses, stating that atoms and molecules do indeed exist.5
5 „Kinetic Theory of Gases,“ Encyclopædia Britannica, (u.) 14. 7. 2018, britannica.com/science/kinetic-theory-of-gases. His theories were so fiercely opposed by the scientific intelligentsia of the time that it lead him into a state of deep depression, which in turn, eventually lead to his suicide.6
6 John Blackmore, Ludwig Boltzmann: His Later Life and Philosophy, 1900–1906. Book Two: The Philosopher (Dordrecht: Kluwer, 1995). People also transgress at times when it becomes too challenging for them to follow existing rules. In Egypt for instance, to legally build a house on former agricultural land requires between six and eleven years of time-consuming bureaucracy. Due to this, many people transgress the legislation and build their homes illegally.7
7 Hernando de Soto Polar, The Mystery of Capital: Why Capitalism Triumphs in the West and Fails Everywhere Else (New York: Basic Books, 2000). The act of transgression therefore continuously redefines and redesigns the truths of what is morally, socially, aesthetically, culturally, or legally acceptable.
The truth has to be based on reality as we know it, not as an absolute knowledge, and it has to be understood as the capacity to discern lies from facts. This is psychoanalyst Hanna Segal’s message in an interview with Jon Henley for The Guardian, where she formulates the view that the search for truth is an inquiry that promotes understanding. Current psychoanalytic practice states that searching for truth is per se therapeutic, healing, and potentially life changing. Searching for truth is therefore a win-win act as it advances knowledge and it actually makes the searcher feel better, I dare to say even happier. As Hanna Segal says in the interview: “The truth rarely stays the truth; yesterday’s truth is not today’s.”8
8 Jon Henley, „Queen of Darkness,“ The Guardian, 8. 9. 2018, theguardian.com/science/2008/sep/08/psychology.healthandwellbeing. This makes the job of the truth searchers a never ending one as it is an action which needs to be repeated ad infinitum, as the ultimate aim for this search is to unveil and dismantle the insanities, the lies, and the false assumptions we have created. It is ultimately a quest which strives for the preservation of sane human values, for the caring of both humans and non humans, and this quest admits no pauses or intermissions, rather, it demands our constant surveillance.9
9 Ibid.
Searching for knowledge and truth is a fundamental human desire, premised on the assumption that we don’t know everything there is to know about the world – it is this ignorance which compels us to keep on searching and asking throughout our lives.10
10 Harari, Sapiens. We challenge our ignorance with curiosity, with aspirations to lead a better life, with a dynamic moral sense which helps us fight against that which we believe is wrong be it slavery, lengthy bureaucratic processes (as in the aforementioned example) or other contemporary challenges, such as food waste, the urgent needs of asylum seekers, deforestation, animal cruelty or climate change. Such challenges are further complicated by a crisis of knowledge due to limited access to meaningful truths and by our human incapacity to discern lies from facts. To overcome this crisis we must – after centuries of disaggregation of knowledge across a myriad of disciplines and specialisations – reaggregate the world, put it back together, and see the interconnectedness of its parts.11
11 Thomas Fisher, Designing Our Way to a Better World (Minneapolis: University of Minnesota, 2016) & Donella H. Meadows, Thinking in Systems: A Primer, (ritstj./Ed.) Diana Wright (Vermont: Chelsea Green, 2008). We must in other words “grasp the essential connectedness of everything, and re-invest in our source of meaning, or die.”12
12 Elizabeth Farrelly, Blubberland: The Danger of Happiness (Sydney: NewSouth, 2007), 11. Renewing constantly our knowledge and understanding that we are all part of the very same system is the ultimate intellectual transgression in which we need to persevere.
Searching for truth, implies searching for significance and meaning, it requires constant self-reflection, focused not just on who we are but also on who we want to be and what we want as a society of people who are globally connected with one another. Such reflection should be carried out on a personal level, but also on a social level. A transgressor is in fact not an isolated individual but a person who responds to her social context. A transgressor is a person that strives to be more engaged, more active, more responsive and more critical towards her own society, especially her immediate social circumstances where she lives and therefore knows and feels emotionally connected to.13
13 hooks, Teaching to Transgress. Human efforts to gain and share knowledge are not to be considered as a series of isolated battles but rather as a cooperative venture, carried out by a diverse range of people, working together, in a collaborative quest.14
14 Mlodinow, The Upright Thinkers. Purely individual action is insufficient for real change as real change will only take place when people feel united enough in the same beliefs and obligations to change the unwanted status quo. When this happens, change is possible.15
15 Alexandra Schindel, „Supporting Youth to Develop Environmental Citizenship With/Against a Neoliberal Context,“ Environmental Education Research, 21, #3 (2015): 390–402, DOI: 10.1080/13504622.2014.994164. Transgressors, when acting together, break, expose and repair the conflicts, contradictions and faults of our designed systems by exposing falsehood and challenging moral, scientific and cultural limits. As our knowledge grows and expands so does our power to control the world. With this increased power comes greater responsibility towards our own environment and our fellow human and non-human animals.16
16 Bertrand Russell, What I Believe (London: Routledge, 1996).
TRANSGRESSIVE
EDUCATION
While epistemological ignorance may justify our misconduct, simply because we did not know, knowledge on the other hand obliges us to make the right moral choice, to make choices which support our ecological and social system. With this in mind I believe that education plays a pivotal role in our society. Education is a social movement and takes part in the search for truth while contributing to human development.17
17 John Dewey, Experience and Education (New York: Free Press, 2015). Education is political and it is always influenced by dominant social structures and ideologies. 18
18 Paulo Freire, Pedagogy of the Oppressed (London: Penguin Books, 1993). Therefore, the task of questioning these structures belongs to the very essence of education. Being an educator means working against systems of oppression and the limitation of access to knowledge, it means working towards social and environmental justice, with the awareness that the gaining of knowledge is itself a social movement.
Educator bell hooks, in her seminal work Teaching to Transgress, Education as the Practice of Freedom, describes critical thinking as the foundation of our educational systems. The word critical comes from the Greek ‘kritikos’ and denotes the capacity to discern and to judge. Critical thinking requires a critical pedagogy, a process which brings students and teachers together in the process of searching for truth through the questioning of fundamental ideas in our society such as knowledge, justice, and equality. Critical thinking is a process of transgression and the reconsideration of established practices and beliefs. It requires patience, courage, and a democratic society which can provide all learners equal access to education. 19
19 Joan Wink, Critical Pedagogy: Notes from the Real World (New York: Addison Wesley Longman, 2000). Critical pedagogy demands self-reflection and a reconsideration of the roles of our educational institutions, our schools and our universities, as well as our relationships with one another, both within these institutions, as well as within the wider community.
Critical pedagogy asks the fundamental questions; what do we want to want and what do we want to know? 20
20 Ibid. Learning to transgress is a social process. It starts with us bringing to the classroom our personal experiences, together with facts and opinions. A collective perspective on reality contributes to better ways of knowing and cultivates empathy in our relationships and towards the definition and the solution of real life problems. The classroom can serve as a laboratory for the learning process, becoming “the most radical space of possibility.”21
21 hooks, Teaching to Transgress. Such a laboratory is not a sealed room where experiments are conducted in isolation, but a nursery to grow ideas, a platform for dialogue where established boundaries, familiar realities and conventional ideologies are discussed, challenged and eventually collectively transgressed.
Dialogue relies on the capacity of team members to suspend assumptions and enter a genuine ‘thinking together’.22
22 Peter Senge, The Fifth Discipline: The Art & Practice of the Learning Organization (New York: Crown Business, 2006). Through dialogue, teachers and students “become jointly responsible for a process in which all grow.”23
23 Freire, Pedagogy of the Oppressed, 53. In Greek the word ‘dialogos’ meant a free exchange of meaning in a group, allowing the group to discover insights unattainable to the individual.24
24 Senge, The Fifth Discipline, 10. Dialogue can lead to profound, wise and insightful conversations, it is a process for becoming more aware, for creating and recreating multiple understandings and discovering new truths.25
25 Wink, Critical Pedagogy, 48. For educator Paulo Freire a real dialogue exists only in the presence of love for the world and its people.26
26 Freire, Pedagogy of the Oppressed, 62. To feel this love we must feel that what we do in our laboratory (be that in school or work) is relevant, it impacts people, and our choices in turn have consequences which transcend academic boundaries.
The classroom is therefore a place for transgressing together.27
27 hooks, Teaching to Transgress, 39. Since transgression is expected in the classroom, the classroom must also serve as a terrain for conflict, for different opinions, for contention, for mistakes, for errors. The word error comes from the Latin ‘errare’ which means to wander about. Errors are journeys of the mind, ways to explore our realities, and they are acts of transgression. The errors, the wanderings and transgressions are ways to acquire knowledge on the quest of discerning lies from facts. Errors belong to the journey that we take when we search for something that we lack, that we need, that we feel is important to have, whether it´s the abolition of slavery, a kinetic theory of gasses or the freedom to build your own house. Embracing errors is therefore a precondition for learning.28
28 Meadows, Thinking in Systems, 181.
Education is both fundamental to democracy and fundamental to survival. No society can endure without making sure that knowledge and wisdom are passed on to the next generation. 29
29 Henry A. Giroux, On Critical Pedagogy (London: Bloomsbury, 2011). This transfer requires social skills and the right conditions for teaching and learning, that is the right pedagogies, capable of producing not just ‘technicians’, but responsible citizens, people who are willing to actively contribute to our society, people who want to fight the insanity, face reality, and to repair the many designed faults, people who want to be active citizens. Philosopher Bertrand Russell claimed that the good life can be achieved only by combining knowledge with love and by being inclusive of the community and public interest. This is an important concern in education and it is essential for the cultivation of citizenship.30
30 Russell, What I Believe. Citizenship comes from the latin word ‘civitas’ which denotes the social, political and cultural structure common to the inhabitants of a city. But ‘civitas’ is not just the collective body of all the citizens, it is also the social contract that brings them all together. As such, it is concerned with the individual and collective rights and responsibilities of every citizen, those which protect both public interest as well as the common good. And as we live in a globalised society we also need to consider this in the frame of global citizenship – understanding that our actions are always influencing other people’s existence, on a global scale.
THE ROLE OF
DESIGN EDUCATION
The Latin origin of the word design ‘de signare’ translates as to mark, to make a sign, to choose. 31
31 Roberto Verganti, Design-driven Innovation: Changing the Rules of Competition by Radically Innovating What Things Mean (Boston: Harvard Business Press, 2008). Design is in fact about choice and the constant research on how these choices can be made – as such it is a continuous process. Alistair Faud-Luke observes that design “can be used as a tool to rethink everyday life, to transform ideas about industrial production, government, public and private space, pre-established systems and networks, and to generate new forms of activism, political consciousness, and community.”32
32 Alistair Faud-Luke, Design Activism: Beautiful Strangeness for a Sustainable World(London: Earthscan, 2009), 25. Design therefore becomes an instrument for enquiry, to search for truth (even though truth per se rarely stays the same) in our constant quest to discern lies from facts. As a consequence, the flow of capital, the exploitation of natural resources, climate change, fast urbanisation, refugee crises, animal rights and the information regarding these subjects are all a matter of design.33
33 Beatriz Colomina & Mark Wigley, Are We Human?: Notes on an Archaeology of Design (Zürich: Lars Müller Publishers, 2016), 12.
We live in a globalised world where news travel at the speed of the internet and yet this immediacy has also generated confusion when it comes to discerning lies from facts, restricting therefore our access to meaningful truth, limiting our capacity to intervene.34
34 Ibid., 85. Alvin Toffler defines this condition of paralysis in making choices as ‘Future-Shock’.35
35 Russell L. Ackoff, Ackoff’s Best: His Classic Writings on Management (New York: John Wiley & Sons, 1999). The challenge that we face as a global society is therefore to learn how to make fundamental choices in an increasingly complex and less stable world, and moreover how we can act and defeat this state of impasse. Even though access to information is fundamental when we have to make a decision, we also need to invoke citizenship in order to promote action. We need to have the courage to transgress into action, to reconnect ourselves to the world, to its people and places.36
36 Susan Sontag, Regarding the Pain of Others (London: Penguin Books, 2004). Education for citizenship is about developing the civic capacities of students and empowering them, encouraging them to pursue their ideas beyond the classroom as participatory citizens.37
37 Elizabeth Resnick, Developing Citizen Designers (New York: Bloomsbury Academic, 2016). Design implies choice and our choices must be guided by factual knowledge, experiences and social and ethical considerations, as well as the awareness that we live in a system of complex connections and interrelationships – we live in societies.38
38 John Thackara, How to Thrive in the Next Economy (London: Thames & Hudson, 2017).
Design deals with people and their choices, it is a social science that does not only analyse reality but synthesises it and questions it. Design is about imagining different realities, thinking in what-if scenarios, and reflecting on their meaning. Design is about choices that we make and the understanding of their consequences on our society and environment. Design starts from situations which we experience from food waste, from traffic congestion, from disabilities, from conditions of discomfort, of indignation. Design is political. The Greek word ‘politiká’ literally means of the city, ‘politiká’ translates therefore as things that concern the city. A person that is political is a person that has concern for its city, its own society.
“Teaching and learning are a part of real life, and real life includes politics and people.”39
39 Wink, Critical Pedagogy, 77. Design students have to understand that “the problems in the real world do not divide themselves the way universities do.”40
40 Jamshid Gharajedaghi, Systems Thinking: Managing Chaos and Complexity: A Platform for Designing Business Architecture (London: Elsevier, 2011), 104. A new relationship must be developed between different scientific disciplines and established academic boundaries must be transgressed. It is therefore important to envision universities as forums of dialogue by collaborating, not only across different disciplines, but also by including our social circumstances, people and places in our educational journey.41
41 Sharon E. Sutton & Susan P. Kemp, „Integrating Social Science and Design Inquiry Through Interdisciplinary Design Charrettes: An Approach to Participatory Community Problem Solving,“ American Journal of Community Psychology 38, #1–2 (2006): 125, DOI: 10.1007/s10464-006-9065-0. Scholar Thomas Merton, in his essay on pedagogy “Learning to Live,” defines the purpose of education as supporting students in being themselves, with authenticity – searching for truth is after all a therapeutic journey, a journey that is not a solitary but a collective one.42
42 hooks, Teaching to Transgress.
Architect and educator Tony van Raat writes, in the foreword to a book called 202 for Refugees, that the “role of education should be to help the next generation of citizens to achieve awareness of their social and political responsibilities and to enable them to acquire both the skills and the attitudes to think independently and to make a difference.”43
43 Tony van Raat, 202 for Refugees, (ritstj./Ed.) Magdalena Garbarczyk (Auckland: UNITEC, 2016). Education is about awareness. It is about cultivating and developing, not only scientific factual knowledge, but empathy, emotional intelligence, social skills and design skills in order to face and solve contemporary challenges, to take action and to be citizens of our community and the world. Indeed, in this culturally and economically hyperconnected world, no problem exists in isolation and problems can be more universally tackled the more we learn to share knowledge and work collaboratively. My role as educator is to encourage students to transgress beyond the established limits. This, in turn, gives me the courage to continue to transgress myself.