ísl
en

Bryndís Björgvinsdóttir

Af jörðu ertu kominn

Dust Thou Art

Helgisiðir í verkum vöruhönnuða

Rituals in the Graduating Projects of Product Designers

Helgisiðir í verkum vöruhönnuða
Rituals in the Graduating Projects of Product Designers
Af jörðu ertu kominn
Dust Thou Art
Ljósmyndir frá útskriftarverkefni Ara Að jörðu skaltu aftur verða.  
Photos from Ari’s Graduation Project Unto Dust Shalt Thou Return.  

Hvarvetna í heiminum brýtur mannfólkið upp hversdaginn með vissum athöfnum sem marka lítil eða stór kaflaskil í lífi þess, umbreytingu eða nýtt upphaf. Þessar athafnir má kalla helgisiði (e. ritual). Í helgisiðum er gjarnan notast við leikmuni (e. props) og þá er oft brugðið „á leik“ með þessa muni og gildi þeirra. Í samhengi helgiathafnar getur einfaldur gullhringur orðið að tákni um eilífan trúnað og traust. Vissum aðferðum er beitt til að skapa slíka merkingu og koma henni á framfæri til þátttakenda.

Í helgiathöfnum eru hversdagslegar hugmyndir um hluti – svo sem framleiðni og markaðsverð – yfirleitt lagðar til hliðar og áhersla lögð mun fremur á ferli, aðferðir og upplifanir. Það er ef til vill af þeim ástæðum sem oft má sjá glitta í sérkenni helgiathafna í verkum nemenda við Listaháskóla Íslands, þar sem áherslan er einmitt lögð á ferli, aðferðir og upplifanir fremur en til dæmis framleiðslu á lokaafurð eða söluvöru. Útskriftarnemendur úr vöruhönnun unnu margir hverjir leynt eða ljóst með helgisiði í verkum sínum, sem sýnd voru á Kjarvalsstöðum á útskriftarsýningu skólans í maí 2018.

Helgisiðir hjálpa fólki til að takast á við hverskonar aðstæður; breytingar, væntingar, langanir sem og hversdagslegt amstur. Helgisiðir eða helgiathafnir eru notuð til að skapa annan veruleika eða umbreyta veruleikanum þar sem fólk getur annaðhvort tímabundið eða varanlega orðið að einhveru öðru en það hefur verið – eða er – frá degi til dags. Þær umbreytingar sem helgisiðir orsaka geta verið agnarsmáar eða mjög stórar, allt upp í svokallaða lykiláfanga í lífshlaupi hvers og eins; skírn, ferming, brúðkaup eða jarðarför.1 1 Sjá m.a. / See i.a.: Richard Schechner, „Ritual,“ Performance Studies: An Introduction, 3. út./ed. (London: Routledge, 2013), 52–88.

Margir tengja helgisiði einna helst við trúarbrögð og starfsemi kirkjunnar. Á hverjum degi tekur fólk hins vegar þátt í hversdagslegum helgisiðum – til dæmis þegar fólk býður góðan dag. Slíkir hversdagslegir helgisiðir eiga sér stað um víðan völl, til dæmis í dómskerfinu eða skólum. Og þeir birtast með margbreyttum hætti, svo sem í viðskiptum, matarsiðum, kennslu, listsköpum, líkamsrækt, endurteknu flakki um vissar vefsíður eða reglufastri kaffidrykkju sem stunduð er til dæmis í þeim tilgangi „að hefja daginn“. Því fer sum sé fjarri að helgisiðir eigi aðeins heima á sviði hins trúarlega, þó svo að fjölmargt á því sviði flokkist til helgisiða. Auðvelt er að nefna helgisiði sem hafa lítið sem ekkert með kirkjuna að gera; afmæli, útskriftir, þjóðhátíðir, yoga eða siðir á borð við það að brúðarhjón skeri saman brúðkaupstertuna í brúðkaupsveislunni eða stígi dans fyrir framan gesti sína.2 2 Ibid.

Í dag er talsvert talað um að fólk eigi „að njóta“ hins og þessa. Svo virðist sem hér sé verið að vísa til þess að fólk eigi að njóta þess að stunda litlar helgiathafnir sem brjóta upp hversdaginn; kaffisopans í morgunsárið eða ferðarinnar í heita pottinn. Helgisiðir hafa það gjarnan að markmiði að skapa ákveðna framvindu þar sem eitt leiðir að öðru, og lýkur síðan á tiltekinn hátt. Þegar slíku ferli er lokið hefur einhverskonar umbreyting átt sér stað; við „lifnum við“ eftir kaffibollann eða „endurnýjumst“ af því að fara í sund.
Helgisiðir eru yfirleitt býsna fastir í skorðum enda eru þeir samfélagslegir og hafa það að markmiði að fleyta einstaklingum eða hópum í gegnum ákveðið ferli sem leiðir að vissri niðurstöðu. Það má því segja að þeir séu einskonar uppskrift að því sem sóst er eftir hverju sinni og geta um því um leið veitt fólki ákveðna öryggistilfinningu.

„HVERNIG ERU REGLURNAR?“

Líkt og í leikjum spila reglur lykilhlutverk innan helgisiða. Þegar við lærum nýjan leik, er fyrsta spurningin yfirleitt: „Hvernig eru reglurnar?“ Helgisiðir eru fjölbreyttir einmitt vegna þess að reglurnar eru ekki þær sömu helgisiða á milli; þannig þekkjum við muninn á giftingu, te-athöfn og yoga. Klæðnaðurinn er ekki sá sami, andlitssvipirnir aðrir og þau orð sem látin eru falla ólík. Hönnuður sem vinnur með helgisiði, eða skyldar sviðsetningar – leiki, hátíðir, gjörninga, leikhús og íþróttir svo eitthvað sé nefnt – þarf að kynna sér þær reglur sem ramma helgisiðinn af. Þann ramma má síðan þenja eða betrumbæta sé vilji fyrir því.

Reglurnar gegna einnig öðru mikilvægu hlutverki; að marka sviðsetninguna af frá hversdagslífinu. Með reglunum er búinn til „annar heimur“ sem lýtur ekki sömu lögmálum og hversdagurinn. Ef reglurnar eru brotnar er hætt við að „ævintýrið“ eða umbreytingin flosni upp svo hversdagurinn blasi við. Reglurnar mynda því að segja má umgerð sem fylgir eigin lögmálum og heldur utan um þá upplifun sem er ómissandi svo að sviðsetningin virki og hafi sín áhrif.3 3 Richard Schechner, Performance Theory (London: Routledge, 2003), 13. Hitt er annað mál, að slíkar reglur geta verið annaðhvort mikið eða lítið áberandi.

HELGISIÐIR Í ÚTSKRIFTAVERKEFNUM
FRÁ VÖRUHÖNNUN

Nemendur sem útskrifuðust úr vöruhönnun vorið 2018 ákváðu snemma í ferlinu að vinna út frá þemanu „mennska“. Hér verða skoðuð nokkur dæmi; Ari Jónsson kannaði jarðafarir, Margrét Arna Vilhjálmsdóttir vann með minjagripi og þá merkingu og þær aðferðir sem við notum til að gæða slíka hluti merkingu, Bjarmi Fannar Irmuson skoðaði dans og hvernig iðkun hans getur komið fólki í „annan heim“ og Ólöf Sigþórsdóttir skoðaði endurteknar athafnir úr hversdeginum sem fólk nýtir gjarnan til að skapa öryggistilfinningu; ið, fitl og kæki.

Samkvæmt sviðsetningafræðingnum Richard Schechner má skilgreina sjö markmið sviðsetninga (e. performance) – og þar á meðal helgisiða. Þau ríma mörg hver fremur sterklega við ofantalin verkefni. Tilgangur helgisiða getur verið samkvæmt Schechner; 1) að skemmta, 2) að búa til eitthvað fallegt, 3) að skilgreina eða breyta sjálfsmynd, 4) að mynda samfélag eða að hlúa að samfélagi, 5) að hjúkra eða græða, 6) að kenna eða sannfæra, og 7) að eiga við hið heilaga eða djöfullega.4 4 Sjá m.a. / See i.a.: Schechner, Performance Studies, 46 Allt þetta mátti sjá í verkum allra útskriftarnema úr vöruhönnun – enda tengist þetta allt saman „mennskunni“ á einn eða annan hátt.

AÐ JÖRÐU SKALTU AFTUR VERÐA

Í undirbúningi fyrir útskriftarverkefni sitt Að jörðu skaltu aftur verða skoðaði Ari Jónsson þær leiðir sem standa til boða fyrir jarðsetningar hér á landi. Hann komst að því að möguleikarnir eru nokkuð fábreyttir. Bálfarir hafa færst í aukana en öskudreifing er enn óalgeng, þrátt fyrir að hafa verið nú leyfð í tuttugu ár. Vandamálið er meðal annars það, að þau ílát sem hægt er að fá til öskudreifingar eru hönnuð með jarðsetningar í huga. Á grundvelli þessarar þekkingar hannaði Ari hlut sem sniðinn er að öskudreifingu, sem og þeim reglum sem gera jarðafarir að heilögum helgisið. Það er því óhætt að segja að hann hafi fengist við fleiri en eitt markmið helgisiða í hönnun sinni; það að 2) búa til eitthvað fallegt, 4) hlúa að samfélagi, og 5) hjúkra eða græða og síðast en ekki síst 7) hið heilaga.

Verkefni Ara er göngustafur sem notaður er við öskudreifingu. Sá sem stýrir athöfninni notar stafinn en stafurinn stýrir jafnframt þeim sem notar hann. Þá sér stafurinn ennfremur til þess að athöfnin taki sinn tíma, því aska hins látna hrynur í litlum skömmtum neðarlega út stafinum þegar hann nemur við jörðu, í hverju skrefi sem tekið er. Stafurinn léttist því hægt og rólega í gegnum ferli athafnarinnar og Ari nefnir að þeir „sem bera hann geta fundið hvernig það verður líkamlega og vonandi andlega auðveldara að bera stafinn því lengra sem líður á ferðalagið.“5 5 Ari Jónsson, Að jörðu skaltu aftur verða (útskriftarverkefni / Graduation Project BA, Listaháskóli Íslands, 2018), 43. Einnig er hægt að reka stafinn í jörðu og snúa hólki á honum að ofanverðu. Við það opnast hólf efst í stafinum sem vindurinn getur tæmt. Stafinn sjálfan má síðan geyma sem einskonar ættar- eða minjagrip, ekki ólíkt skírnarkjólum eða giftingarhringjum sem ganga ættliða á milli sem erfðagripir.

Ljósmyndir frá útskriftarverkefni Bjarma 5, 6, 7, 8.  
Photos from Bjarmi’s Graduation Project 5, 6, 7, 8.  

MINNINGARGRIPIR:
SAMBAND MANNS OG HLUTAR

Í verki sínu Minningargripir: Samband manns og hlutar tekst Margrét Arna Vilhjálmsdóttir á við hluti og merkingu þeirra. Þrátt fyrir að við lifum í heimi þar sem hlutir eru sífellt metnir til fjár þá hafa hlutir engu að síður ýmsa þýðingu sem hefur lítið sem ekkert með markaðsverð þeirra að gera. Margrét tíndi til stórar og litlar athafnir í lífi fólks þar sem hlutir hafa gegnt ákveðnu lykilhlutverki. Hlutirnir fá vigt vegna þess að þeir tengja saman fólk, aðra hluti og staði. „Hluturinn sjálfur skiptir ekki eins miklu máli og minningin sem hann geymir,“ skrifar Margrét.6 6 Margrét Arna Vilhjálmsdóttir, Minningargripir: Samband manns og hlutar (útskriftarverkefni / Graduation Project BA, Listaháskóli Íslands, 2018) 12.
Hluturinn gerir minninguna áþreifanlega og tengir þann sem upplifir merkinguna aftur við vissa staði, upplifanir og fólk.

Á sýningunni á Kjarvalsstöðum sýndi Margrét nokkra hluti úr fórum fólks sem hafa orðið eigendum sínum allt að því heilagir. Þrátt fyrir að þeir séu jafnvel ónothæfir í dag þá vilja eigendur þeirra ekki skilja við þá, þar sem merking og tilgangur hlutanna hefur breyst frá því sem upphaflega var lagt upp með. Á sýningunni mátti til dæmis sjá tóbakssprautu og er haft eftir eigandanum: „Ég man þegar ég skar hana til og svo er hún með sprungu sem ég man hvernig kom. Ég er alltaf með hana í vasanum. Ég gæti ekki hugsað mér að losa mig við hana, ekki einu sinni eftir að ég hætti að nota tóbak.“7 7 Ibid. Segja má að í verki sínu fáist Margrét kannski fyrst og fremst við þriðja atriðið í skilgreiningu Schechner, að skilgreina og breyta sjálfsmynd með hlutum.

5, 6, 7, 8

Dans er hluti fjölmargra helgisiða, trúarlegra og veraldlegra. Dansar hafa ósjaldan verið stignir við trúarathafnir en þó jafnvel enn oftar í veraldlegu samhengi. Dansinn minnir okkur á að helgisiðir eru einnig líkamlegir – ekki aðeins orð og hlutir. Þetta gerir það meðal annars að verkum að helgisiðir sverja sig í ætt við leikhús. Þátttakendur í helgisiðum eru hluti af „sýningunni“ þar sem allir leika hlutverk. Þeir nota meðvitað eða ómeðvitað líkama sína, vissar hreyfingar og svipi til að ýta undir ákveðnar tilfinningar eða upplifun. Eitt ýktasta dæmið er líklegast athafnir þar sem fólk fellur í trans og hættir að ráða fullkomlega við líkama sinn, til að mynda í athöfn þar sem andi hefur tekið sér bólstað í líkama þátttakanda.

Í verk sínu fjallar Bjarmi Fannar um æsku sína, þegar hann leitaði á náðir danslistarinnar eftir erfiða skóladaga sem barn. Hann læsti sig inni í herbergi og „dansaði sig þreyttan.“8 8 Bjarmi Fannar Irmuson, 5, 6, 7, 8 (útskriftarverkefni / Graduation Project BA, Listaháskóli Íslands, 2018), formáli.

Um verkefni sitt 5, 6, 7, 8 skrifar hann: „Fyrir mér var dans allt; útrás, hreyfing, tjáning, skapandi listform, flótti, friður en fyrst og fremst algjört frelsi.“9 9 Ibid. Undir sjónarhorni sviðsetningarfræðanna má segja að Bjarmi fjalli nokkuð ítarlega í verki sínu um það hvernig dans hefur bæði skemmt sem og skilgreint og haft áhrif á sjálfsmynd en jafnframt hvernig dans getur hjúkrað og grætt.

Ólöf Sigþórsdóttir kannaði hvernig litlar endurteknar athafnir í hversdeginum hjálpa einstaklingum að takast á við umhverfi sitt og samskipti við annað fólk. Ið, fikt, rugg og nudd, fitl við hluti, fikt í pennum eða hári, læri á iði. Allt eru þetta pínulitlar hversdagslegar athafnir sem grípa athygli okkar mismikið. Þær geta verið jákvæðar fyrir þá sem stunda þær, losað um stress eða viðhaldið einbeitingu þeirra. Þær geta hinsvegar farið í taugarnar á þeim sem verða vitni að þessum athöfnum og þykja þær pirrandi eða stressandi.10 10 Ólöf Sigþórsdóttir, Ið (útskriftarverkefni / Graduation Project BA, Listaháskóli Íslands, 2018).

Ólöf tók að sér það verkefni að hanna hluti og aðstæður þar sem sá sem iðar getur nýtt endurteknar hreyfingar sínar sem annarskonar aflvaka; iðarinn hristir löppina og framleiðir við það rafmagn. Ólöf skoðaði bæði hvernig nýta megi iðið á praktískan hátt sem og til hverskonar sköpunar. Í verkinu tekst Ólöf á við þann möguleika að iðið geti farið í taugarnar á fólki þar sem það er ekki „til nytja“. Með því að nýta það til framleiðslu brýtur Ólöf niður eitt einkenni helgisiða sem er and-framleiðni, eða einmitt það að vera „ekki til nytja“. Vilji einhver líta sem svo á að sviðsetningar og helgiathafnir eigi að vera „til nytja“ líkt og hversdagsleg atvinna, má segja að fótbolti verði allt í einu að tilgangslausu hlaupi fullorðinna manna eftir boltatuðru. Eða að afmælisveisla sé tímasóun. Tilgangur helgisiða er hinsvegar að sýna eða upplifa. Þannig er helgisiðurinn skilinn frá vinnu og þar af leiðandi hversdagslegu amstri sem og markaðslögmálum. Aftur á móti eru gjarnan gerðar tilraunir til að tengja helgisiði eða athafnir við hverskonar „praktísk“ sjónarmið; fyrirtæki fá að auglýsa á treyjum fótboltamanna- og kvenna. Tilraun Ólafar til að kanna það hvort ið sé frekar umborið sé það praktískt eða „til nytja“ er mjög skemmtilegur og áhugaverður snúningur á endurtekna kæki, fitl og fikt fólks. Og um leið ákveðin gagnrýni á það hvernig við eigum til að hugsa um helgisiði – og kannski jafnframt um vöruhönnun og aðrar hönnunar– og listgreinar.

Helgisiðir í verkum vöruhönnuða
Rituals in the Graduating Projects of Product Designers
Af jörðu ertu kominn
Dust Thou Art

All around the world, humans interrupt their mundane lives in various ways to demarcate small or large transitions, transformations or new beginnings in their lives. Such interruptions may be referred to as rituals. Rituals are often enacted through the use of props – objects or artefacts – that the participants in the ritual ‘play’ with and reframe in terms of both value and meaning. In the context of a ritual, a simple gold ring can become a symbol of faithfulness and trust. Certain methods are employed to both create meaning, as well as communicate that meaning to those participating in the ritual.

Common notions about objects – such as productivity and market value – are set aside during rituals and replaced by appreciation of certain processes, methods and experiences. This function might explain why rituals are often important for projects by students at the Iceland University of the Arts, where certain processes, methods and experiences are appreciated, even more than notions about final products or commodities. A handful of students graduating from the Programme of Product Design in spring 2018 developed their projects either implicitly or explicitly in the context of the theme ritual. These projects were in turn exhibited in Kjarvalsstaðir at the final exhibition.

Rituals enable people to come to terms with challenging situations; changes, hopes and desires, as well as our everyday dire straits. Rituals construct alternate realities or transform our own, allowing people either temporarily or permanently to become different from what they have been – or are – on a daily basis. Transformations brought about through rituals range on a scale from trivial to massive, including even the so-called milestones in our lives; baptism, confirmation, matrimony or funerals.1
1 Sjá m.a. / See i.a.: Richard Schechner, „Ritual,“ Performance Studies: An Introduction, 3. út./ed. (London: Routledge, 2013), 52–88.

Many relate rituals exclusively to religious and ecclesiastic practices. Mundane rituals are performed by ordinary people every single day, however – through such simple gestures as saying ‘good day’, for instance. Such everyday rituals take place in various contexts, be it in the court of law or the school, and its instances vary accordingly, be it business or etiquette, artistic practice or working out, compulsive surfing of certain online webpages or habitual consumption of coffee, performed in order to ‘start the day’. Of course, rituals are integral to religious life, but they reach far beyond that as well. It is simple enough to list non-religious rituals; birthdays, graduations, national holidays, yoga practices or customs such as the bride and the groom cutting the cake in unison or having their first wedding dance as newlyweds alone in the spotlight, in front of their guests.2
2 Ibid.

Nowadays, people are commonly encouraged to ‘enjoy’ this or that. This message seems to suggest that people should enjoy all the trivial rituals interrupting their daily lives – the early morning coffee cup or here in Iceland, visiting the hot tub, for example. Rituals often entail a specific series of actions performed until reaching a particular conclusion. When such a process has been concluded some kind of transformation has taken place; we ‘come alive’ after the cup of coffee or we become ‘reinvigorated’ after our visit to the swimming pool.

Rituals are usually quite determined in form – typically they are social strategies aimed at guiding individuals or groups through a series of processes, towards a particular result. It may be said therefore, that rituals have a certain recipe, which in turn – by the virtue of becoming familiar – instils a sense of comfort within anyone performing the ritual.

“HOW ARE THE RULES?”

Just as with games, rules are a key factor for rituals. When we learn a new game, the first question is usually: “How are the rules?” Rituals are diverse, precisely because their rules vary; this is how we are able to distinguish between a marriage, a tea ceremony and yoga practice. People dress differently and their expressions and utterances vary. A designer, working in the context of rituals, or similar performances – games, festivals, performative art, theatre and sport, to name a few – needs to engage with the rules which define the ritual. The framework imposed by those rules, can then, in turn, be manipulated or improved upon.

The rules also serve another important purpose; to use performance as a relief mechanism in everyday life. ‘Another world’ is brought into play by the application of certain rules –a world not subject to the laws of our mundane lives. Break those rules and you run the risk of dissolving the ‘fairy-tale’, interrupting the transformation – leaving nothing but the everyday to remain. The rules therefore, constitute a self-contained framework through which the experience enacted by the performance is developed.3
3 Richard Schechner, Performance Theory (London: Routledge, 2003), 13.
These rules however can either be implicit or outspoken in the performance.

RITUALS IN GRADUATION
PROJECTS FROM PRODUCT DESIGN

Students, graduating from Product Design in the spring of 2018, decided early in their process to develop their projects along the theme of ‘humanity’. We will consider a few examples; Ari Jónsson engaged with burial practices, Margrét Arna Vilhjálmsdóttir worked with personal objects and the methods we use to endow such things with meaning, Bjarmi Fannar Irmuson enacted dance in his project by interrogating how it allows the dancer to enter ‘another world’ and Ólöf Sigþórsdóttir observed repetitive mundane behaviour patterns which can comfort the one performing such as twitches, fiddling and tics.

According to performance theorist Richard Schechner, performances – and by extension, rituals – can be defined in terms of seven aims. Many of these are intentionally enacted in the projects mentioned above. The purpose of rituals can, according to Schechner be; 1) to entertain, 2) to make something that is beautiful, 3) to mark or change identity, 4) to make or foster community, 5) to heal, 6) to teach, persuade or convince, and 7) to deal with the sacred and/or the demonic.4
4 Sjá m.a. / See i.a.: Schechner, Performance Studies, 46.
These aims were all at play at various points in the works of those students graduating from product design – as all of the projects have, as a matter of fact, something to do with ‘humanity’, in one way or another.

AÐ JÖRÐU SKALTU AFTUR VERÐA

When preparing his graduation project Að jörðu skaltu aftur verða (Unto Dust Shalt Thou Return), Ari Jónsson investigated funerary practices in Iceland. He found out that their variability was limited. Cremations have become more commonplace than before but ashes are seldom scattered, despite being legal for more than twenty years now. The urns available have proved obstacles to the practice of scattering ashes, as their design is exclusively aimed at burial. Based on these insights, Ari designed an object intended for scattering ashes, sensitive to its religious context. It is therefore safe to say that he engaged with more than one of the aims of ritual action within his design; 2) to make something that is beautiful, 4) to make or foster community, 5) to heal and last but not least 7) to deal with the sacred.

Ari’s project features a cane for scattering ashes. The person conducting the ritual wields the cane, which in turn dictates the actions of the one using it. The cane is intended to give a controlled pace to the ritual – as the ashes are released in small quantities from the bottom of the cane each time it touches the ground. The cane therefore, becomes less heavy throughout the ritual process, enacting Ari’s notion that “those wielding the cane can feel how it becomes physically and – hopefully – emotionally less difficult to carry, as the journey proceeds.”5
5 Ari Jónsson, Að jörðu skaltu aftur verða (útskriftarverkefni / Graduation Project BA, Listaháskóli Íslands, 2018), 43.
It is also possible, to stand the cane in the ground and turn an turn on top – this opens a hole, allowing the wind to pass through and empty the urn. The cane can then be kept as a family treasure or a souvenir, not unlike baptism gowns or wedding rings, passed down through the generations as heirlooms.

MINNINGARGRIPIR:
SAMBAND MANNS OG HLUTAR

In her project Minningargripir: Samband manns og hlutar (Memory Artefacts: The Relationships of Human and Thing) Margrét Arna Vilhjálmsdóttir engages with the topic of objects and their meanings. Although we live in a world where objects are increasingly valued in economic terms, they are in fact valuable in so many other ways as well. Margrét observed large and small rituals of objects in people’s lives. These objects become valuable when connecting people, other objects and places. “The object itself is not as important as the memory it preserves,” Margrét writes.6
6 Margrét Arna Vilhjálmsdóttir, Minningargripir: Samband manns og hlutar (útskriftarverkefni / Graduation Project BA, Listaháskóli Íslands, 2018) 12
The objects materialise memories and connect the one perceiving their meaning with certain places, experiences or people.

At the exhibition in Kjarvalsstaðir, Margrét exhibited a few things from people’s itineraries that have become nigh sacred to their owners. With some objects even unusable, their owners are unwilling to dispose of them because of some transformation in their original meaning or purpose. The exhibition featured for instance, a tobacco syringe whose owner admits: “I remember carving it and it has a crack which I remember the formation of. I always carry it around. I couldn’t imagine getting rid of it, even if I stopped using tobacco.”7
7 Ibid.
According to Schechner’s definition, it might be said that Margrét engages with the first and third aims of rituals, to mark or change identity with things, to mark or change identity with things.

5, 6, 7, 8

Dances are commonly performed as part of religious rituals, but even more often in a secular context. Dancing reminds us that rituals are also physical – not only words and things. This reinforces the affinity between ritual and theatre. Participants in rituals take part in a ‘show’, where everyone has a role to play. Consciously or unconsciously, participants perform with their bodies, particular movements, gestures and facial expressions in order to emphasise certain emotions or experiences. The most intense and extreme forms of dance involve trance-like states, where dancers lose control of their bodies, as for instance in possession rituals.

In his project, Bjarmi Fannar engages with his childhood, when he would resort to dancing after hard schooldays as a child. He would lock himself in a room and “dance himself tired”.8
8 Bjarmi Fannar Irmuson, 5, 6, 7, 8 (útskriftarverkefni / Graduation Project BA, Listaháskóli Íslands, 2018), formáli.
He writes about his project 5, 6, 7, 8: „To me dance was everything; blowing off steam, movement, expression, artistic creation, escape, tranquility, but first and foremost complete freedom.“9
9 Ibid.
From the perspective of performance theory it might be said that Bjarmi observes in his project, both how dance has entertained as well as marked and changed his identity but also how dance can heal.

Ólöf Sigþórsdóttir researched how small and repetitive everyday behavioural patterns help individuals to come to terms with their surroundings and provide a subtle means of communication. Tics, fiddling, rocking and rubbing, fidgeting with things, playing with pens or locks of hair, constant movement of the legs. All of these are trivial everyday behavioural patterns that attract our attention in different measures. They may be comfortable for those performing them, release stress or sustain focus. However, they tend to irritate or create stress for others who are witnessing the behaviour.10
10 Ólöf Sigþórsdóttir, Ið (útskriftarverkefni / Graduation Project BA, Listaháskóli Íslands, 2018).
Ólöf assumed the task of designing things and circumstances where the one ticcing can harness his or her repetitive movements; the ticcer generates electricity by shaking his or her leg. Ólöf looked into how the tics can be used in a practical way, and/or for a creative purpose. In her project, she explores the possibility that tics are considered irritating simply because they are viewed as not being ‘practical’ enough. By harvesting the power generated by tics, Ólöf deconstructs a common aim of ritual; to be anti-production, to avoid ‘practical concerns’. Making performances or rituals ‘more practical’ in the same way everyday work is, forces activities such as football into a different context – one of grown-ups aimlessly chasing a ball. A birthday party becomes a waste of time. The purpose of that which is usually denoted as a ritual is, on the contrary, typically to show or to experience. In this way, the ritual is different from regular work, and therefore everyday struggle and market value. All the same, interventions are constantly being made which infuse rituals with ‘more practical concerns’; companies buy the rights to advertise on the shirts of football players. Ólöf’s attempt to investigate if tics are more tolerated if perceived as ‘practical’ or ‘pragmatic’ is a very intriguing and interesting twist on repetitive fiddling and fidgeting. Furthermore, it is a certain critique of the way we tend to think about rituals – and perhaps about product design and other fields of art and design in general.