Sjaldan hefur fyrirbæri fangað athygli manneskjunnar jafnsterkt og hreyfing. Frá því að fylgjast með fugli takast á loft til þess að langa til að gera hið sama, hefur mannkynið og framþróun þess alltaf haft í sér þennan kjarna grund­ vallarþrár – löngunar. Slíkur er kraftur hreyfingarinnar að okkur fugla, fótboltaleikur, hlébarði á veiðum – allt vekur þetta með okkur spennu og hrifningu. Bók­ menntir vísa einnig í þessa hræringa, fallegt málverk “hreyfir” við okkur, mikilfengleg rými sömuleiðis.

Í bók sinni, The Architecture of Happiness [Arkitektúr haming­junnar], vísar Alain de Botton margoft í löngunarinnar – í það sem við eigum ekki eða jafnvel það sem við áttum áður en höfum nú glatað. Hannibal Lecter, aftur á móti, bendir gagnyrt á að við lærum að ásælast með því að horfa. Arkitektúr hefur alltaf verið áþreifanlegasta tjáning mannlegrar þrár. Pýramídarnir til forna áttu að bera vitni um vald, yfirburði og framhaldslíf, Hitler fyrir­ skipaði gríðarleg verk til áminningar um hervald sitt og nýlegri dæmi er að nna í kapphlaupi um víðan völl við að reisa hæstu turna heims. Hversdagslegri dæmi eru hús og húsnæði sem fanga sameiginlegan áhuga bæði hinna vinnandi stétta og yfirvalda.

Það sem við byggjum er það sem við sjáum eða viljum sjá. Eins og börn í margslungnum hlutverkaleik skapa arki­tektar heim sem endurspeglar umheiminn, hvort sem við fáumst við hann eða stöndum utan við hann. Við hnikum til rými, endurröðum hver skipulagi. Hugmyndinni um fastan, varanlegan, óbreytilegan arkitetúr var storkað um leið og fyrsti notandinn aðlagaði rými að eigin þörfum. Hreyfing hefur ávallt verið til staðar. Hurðir sveiflast, gluggar opnast, stoðum er rennt, stigar rúlla, útsýnispallar snúast. Hið óáþreifanlega, eins og ljós, er einnig fangað og fengið til að færast um rými, á daginn í hinum ýmsu birtingarmyndum.

Sem tegund tölum við oft um að „skjóta rótum“, það er þessi staður sem er enn óþekktur en þó þekktur – notalegur, kunnug­ legur og öruggur – sem rekur marga áfram. Hefðbundinn arkitektúr er nokkuð íhaldsamur og virðist enduróma svipaðar kenndir, hann hver st um hið harða, trausta og varanlega. Engu að síður hefur áhugi á móttækilegum arkitektúr (e. responsive architecture) verið að aukast jafnt og þétt. Snjallar lausnir í náttúrunni veita stöðugan innblástur fyrir veðurnæmum húðum, snjallefnum sem geta stýrt lífsferli byggingar, eða efni sem búa yfir tímabundnu lífsskeiði og brotna svo niður að því loknu. Fræðilegar rannsóknir í móttækilegum arkitektúr hafa lofað góðu og framtíðarlausnir eru prófaðar í háskólum víða um heim. Handan við þessar dyr sjáum við gagnvirkan arkitektúr koma fram á sjónarsviðið.

Árið 2012 hóf Philips Colour Kinetics að vinna með Empire State bygginguna og við það breytist þetta íkoníska, en stöðuga, mannvirki í dýnamískt rými sem gat bergmálað tíðarandann. Nýsitæknimiðlar eru enn í dag sú gagnvirka tækni sem mest hefur verið skoðuð. Hún kallar fram tafarlaus viðbrögð, er tiltölulega auðveld að forrita í samanburði við hljóð eða snertingu, sem er nýjast af nálinni.

En hvað með hreyfingu í arkitektúr? Verkfræðileg undur fortíðar eru nú hversdagslegir hlutir (snúningshurðir, lyftur o.s.frv.) Með tólum og tækjum samtímans er viðmótið milli mannvirkis og rafeindatækni að mást út og þá skapast rými fyrir dásamlega móttækilegan arkitektúr. Við höfum nú vélarma sem ekki aðeins koma að framleiðsluferlinu heldur geta einnig leikið djögglara á skjá, með tveimur vélörmum verður til samstillt kóreógrafía ljóss, mynda og hljóðs. Skálinn frá Suður­Kóreu á heimssýningunni í Mílanó var frábært dæmi um hvernig spila má á öll skynfæri áhorfenda, enda var hann í miklu uppáhaldi meðal sýningargesta.

Listamaðurinn Ned Khan hefur ítrekað tekið höndum saman við arkitekta og smiði til að skapa hreyfifræðilegar framhliðar bygginga. Með því að nota þúsundir álplatna sem hreyfast í vindinum tekst listamanninum að fanga hreyfingu vindsins þannig að allir sjái. Gárað yfirborðið gengur í bylgjum og gefur frá sér sérstætt glamur, það er dáleiðandi að horfa á lóðréttan og nánast jótandi ötinn. Til eru mörg dæmi um þesskonar rannsókn á hrey ngu einkum á forsendum fagurfræðinnar. En framhliðar sem bregðast við loftslaginu taka ekki aðeins til fagurfræði heldur einnig vænum skammti af virkni sem er mikilvæg­ ur þáttur byggingarinnar. Tvö dæmi má nefna um áhuga­ verð, gagnvirk yfirborð afar ólíkra bygginga sem þó báðar nota þekkt mynstur úr menningarheimi sínum og geta stillt sólarljós eftir hentisemi. Önnur byggingin er Institu­ te du Monde Arabe eftir Jean Nouvel í París, sem hefur sérlega ókið y rborð með ljósopum sem hægt er að stilla. Hitt dæmið er Al Bahar turnarnir í Abu Dhabi sem eru með með einskonar panelum í origamistíl og má opna og loka til að bregðast við sterkri eyðimerkursólinni.

Tilraunakenndur, skammtímaarkitektúr er nauðsynlegur í áframhaldandi leit að háþróuðum, snjöllum og gagnvirkum mannvirkjum. Hann veitir tækifæri til að prófa, skoða og læra. Þör n fyrir langvinnar prófanir hefur getið af sér áhugaverðar aðstæður. Stórfyrirtæki með manntíma og úrræði til að dreifa virðast hafa það að sjónarmiði að ekki bara hanna, heldur líka að vinna að nýsköpun og byggja. Stofur eins og Heatherwick búa yfir áræðnu rannsóknar­ og þróunarteymi, og er það kærkomin og bráðnauðsynleg nálgun ef við viljum hlúa að nýsköpun innan arkitektasamfélagsins.

Sjálfstæð rannsóknarverkefni virðast hinsvegar einbeita sér að prótótýpum og smíðum í minni hlutföllum. Tilraunastarfsemi er mikilvæg sama hver kvarðinn er. Eitt af því sem hefur hjálpað gríðarlega eru hraðar framfarir í for­ ritunar­ og greiningartólum. Arkitektúr hefur, þó oft um síðir, tileinkað sér nokkuð vel nýjasta hugbúnað sem styður svarandi og stikaða hönnun. Allt frá því að taka upp CATIA, sem fram að því var hugbúnaður einkum notaður til flugferðafræðilegra greininga fyrir flókin líkön Frank Gehry’s snemma á níunda áratuginum, fram að flóknum líkanatólum eins og Rhino og að styðja forritunaríbætur eins og Grasshopper og Python, hafa rauntímaeftirlíkingar af mannvirkjum og breytum (veður, bygging, efniviður o.s.frv.) verið tiltölulega aðgengilegar og auðveldar. Málin flækjast hinsvegar þegar yfirfæra á þetta úr sýndarveru­ leika yfir í áþreifanlegan raunveruleika. Framleiðsluaðferð­ir hafa í sjálfu sér þróast verulega enda aðgengi að leysi­ hnífum og málmfræsurum orðið almennara.

Það gefur auga leið að öllu sem viðkemur vélrænum hlutum er afar hætt við að bila. Viðhald og viðgerðir eru endurtekningarsa­mur kostnaðarliður við umsjá bygginga. Jean Nouvel verkefninu var vel tekið og vann það til fjölmargra viðurkenninga. Það er vitnisburður um snjalla útfærslu. En ljósopin virðast einnig afar gjörn á að bila, sé litið til umfangs og nákvæmni vélbúnaðarins á framhlið byggingarinnar.

Þetta varpar aðeins skýrara ljósi á mikilvægi 1:1 frum­ gerða og tilraunamennsku í hönnun hreyfanlegra yfirborða, sem oftast er stýrt af vélbúnaði. Engu að síður markar byggingin þáttaskil. Á leiðinni framávið mun lærdómurinn af þessum fyrstu atlögum reynast mikil­ vægur, hvort sem slíkar byggingar ná fótfestu eða ekki. Framþróunin er augljós; Jean Nouvel byggingin var reist árið 1987 en Al Bahar turnarnir árið 2012.

Notkun nema ljær hreyfanlegum mannvirkjum aðra vídd. Hljóð sem skapa hughrif, ljós, vindur og aðrir þættir gegna hlutverki „hreyfa“ sem síðan virkja hluta byggingarinnar með notkun örgjörva. Við færumst smátt og smátt í átt að umhverfi sem knúið er áfram af gagna flutningi í rauntíma. Forritun og töl­ vutækni veita annars konar borgarlandslagi byggðu á stafrænni tækni byr undir báða vængi. Hreyfanlegum sýndararkitektúr, ef svo má að orði komast. Önnur framvinda sem ætlar að festast í sessi er þróun framleiðslutóla. Arkitektastofan MX3D hefur í samstarfi við Autodesk og Heijmans þróað 6­ása vélar sem getur logsoðið málm og stefna nú að prentun göngubrúar í Amsterdam. Nútímatæki hafa að sama skapi aukið hvers kyns möguleika á sérsmíði. Einingar sem fram til þess hafa verið staðlaðar má nú laga að nær hvaða duttlungum sem er. Á meðan ofursérhæfingin mótast er erfitt að leiða hjá sér tækifærin sem í henni búa. Nota má sömu tólin til að framleiða afar ólíka hluti sem jafnframt eru einstakir, samsettir með sömu tækni, með betri auðlindastjórnun, fyrir sama kostnað og við gerð stöðluðu varanna. Þetta hefur verið gríðarlega frelsandi fyrir hönnuði. Formtilraunir eru komnar aftur í tísku með margskonar nálgun á rými og stikur, þótt enn sé áherslan að mestu á ytri ásýnd.

Eigum við að leika okkur með ný tól aðeins í því skyni að skapa þokkafulla fagurfræði? Þótt hreyfanleg yfirborð fangi augað óumdeilanlega og auðgi upplifun okkar af því að ganga um göturnar verðum við að nota lærdóminn af þessum tilraunum til að skapa eitthvað sem ristir dýpra en skemmtilegar brellur.

Ef við setjum hlutina í slíkt samhengi, hvert er þá hlutverk „hreyfanleikans“ í byggingalist? Mun næsta skref verða í átt til hreyfanlegra rýma? Exbury Pot er nýlegt dæmi um íbúðarrými sem hreyfist. Um leið og byggingarland verður af æ skornari skammti gætu auðfæranleg smáhýsi sem auðvelt er að byggja, búa í og fella við lok ábúðar – til að færa að nýju – orðið raun­ verulegur möguleiki í nálægri framtíð.

Hreyfanleiki gæti sem þáttur í hönnunarverkefnum vísað veginn til varanlegra skammtímalausna í uppsetningu flóttamanna­ og hamfarabúða, um leið og viðtökulandinu gefst þannig betra færi á að fullnýta úrræði sín. Samfélags­íbúðir sem færa má frá einum stað til annars án mikilla vandkvæða yrðu farsæl lausn. Hreyfanlegur arkitektúr sem ekki leitar handan fagurfræðinnar er ekki gagnslaus. Engu að síður þarf leikurinn og galsinn líka að vega salt við kjark frumkvöðlanna. Hvort hreyfanlegar byggingar með ótvírætt notkunargildi verði í stórum stíl einhvern tíma raunhæfur kostur á eftir að koma í ljós. Munum við einhvern tíma verða vitni að endurmótun rýmisins í krafti frelsandi og snilldarlegs hreyfanleika? Eða erum við dýr vanans sem alltaf leitum þæginda í því sem við þekkjum? Á meðan úr því verður skorið er mikilvægt að við höldum áfram að hlúa að tilraunum okkar, hinum hressandi frumgerðum og viðhalda nýsköpuninni og vaxtarbroddin­ um. Þannig tryggjum við hagnýta innviði á stórum skala.

EINAR HLÉR EINARSSON & SHRUTHI BASAPPA