ísl
en

Margrét Aðalheiður Önnu Þorgeirsdóttir

Rán Ísold Eysteinsdóttir

Milli Mars og Venusar

Between Mars and Venus

Grafísk hönnun í réttindabaráttu kynsegin fólks

Graphic Design in the Fight for Non-Cis Rights

Grafísk hönnun í réttindabaráttu kynsegin fólks
Graphic Design in the Fight for Non-Cis Rights
Milli Mars og Venusar
Between Mars and Venus

TÁKN HANDAN
KYNJATVÍHYGGJUNNAR

Grafísk tákn eru afar mikilvæg í allri réttindabaráttu því þau auðkenna ákveðna hópa eða vissa afstöðu. Slíkum táknum er gjarnan flaggað með fánum í því skyni að skapa samstöðu – sérstaklega meðal fólks sem berst fyrir réttindum tiltekinna hópa. Þetta má glöggt sjá innan hinsegin hreyfingarinnar þar sem ólíkir fánar eru áberandi tákn ýmissa minnihlutahópa sem tilheyra hreyfingunni. Hreyfingin berst fyrir viðurkenningu og réttindum fólks með mismunandi kynhneigð og kynvitund og regnbogafáni hreyfingarinnar er vel þekktur. Litirnir í regnbogafánanum tákna sameiningu og sameiginlega baráttu og honum er til dæmis flaggað í þeim tilgangi að lýsa yfir stuðningi við málstaðinn, auka sýnileika þeirra sem tilheyra hreyfingunni eða til þess að leiða kröfugöngur. Þar sem slík merki geta táknað eitthvað sem er ekki samfélagslega viðurkennt sýnir það oft einstakt hugrekki að flagga þeim með stolti.

Hér verður fjallað sérstaklega um réttindabaráttu trans eða kynsegin fólks (e. non-cis) en hugtökin lýsa þeim sem ekki samsama sig með-fæddu kyni eða kjósa að skilgreina sig handan kynjatvíhyggju og í þessari grein verða þau aðallega notuð í þeim skilningi. Kynsegin getur einnig verið notað til að þýða enska hugtakið „genderqueer“ sem merkir einstakling sem samsamar sig bæði karlkyni og kvenkyni, hvorugu, eða einhverju öðru. Þessir hópar starfa gjarnan innan regnhlífarsamtaka hinsegin fólks en réttindabarátta trans og kynsegin fólks er að mörgu leyti fólgin í öðrum þáttum en til dæmis réttindabarátta samkynhneigðra þó svo að hagsmunir þessara hópa fari oft saman.

Þrátt fyrir að hugtökin trans eða kynsegin séu tiltölulega ný af nálinni þá er þörfin fyrir það að tjá aðra kynvitund en þá sem úthlutað var við fæðingu alls ekki ný.1 1 „Hinsegin orðabók,“ Áttavitinn, (u.) 31. 5. 2018, attavitinn.is/sambond-og-kynlif/hinsegin/hinsegin-fra-a-o. Til dæmis má nefna samfélagshópa á borð við Hijra á Indlandi, Takatāpuifrá Nýja Sjálandi og Fa’afafine frá Samóa. Allir eiga þessir hópar það sameiginlegt að skilgreina sig utan við kynjatvíhyggju og með hugtökum samtímans væri mögulegt að skilgreina þá sem intersex, trans eða kynsegin.2 2 Stephen Whittle, „A Brief History of Transgender Issues,“ The Guardian, 2. 6. 2010, theguardian.com/lifeandstyle/2010/jun/02/brief-history-transgender-issues.

Tilvist transfólks og annarra utan kynjatvíhyggjunnar er að verða viðurkenndari í hinum vestræna heimi. Víða er verið að breyta lögum og íhaldssamar hugmyndir um kyn eru að víkja fyrir kenningum um kyn og kynvitund sem róf.3 3 Surya Monro, „Transmuting Gender Binaries: The Theoretical Challenge,“ Sociological Research Online 12, #1 (2007): 1–15, DOI: 10.5153/sro.1514. Á Íslandi má nefna réttindahópana Samtökin ’78 og Trans Ísland sem barist hafa fyrir réttindum transfólks og kynsegin fólks, en samskonar samtök og hópar eru starfandi um allan heim. Þrátt fyrir að miklar framfarir hafi átt sér stað síðastliðin ár þá er enn langt í land og réttindabaráttan í fullum gangi.

Samstaða, skilningur, sýnileiki og barátta ryðja brautina að jafnara samfélagi og öruggara umhverfi fyrir trans og kynsegin fólk. Gjarnan er stuðst við mikilvæg samstöðutákn í réttindabaráttu og barátta trans og kynsegin fólks er þar engan veginn undanskilin. Fáni transfólks á sér nokkuð merka sögu sem verður rakin hér í ljósi þeirra tákna og lita sem notuð eru til að auðkenna málstaðinn.

TRANSFÁNAR
Í GEGNUM TÍÐINA

Hinsegin fólk hefur notast við ýmis konar tákn í gegnum tíðina í ólíkum tilgangi. Sum tákn hafa verið notuð í því skyni að gefa hinsegin fólki til kynna að maður tilheyrði sama samfélagi á tímum þegar fólk gat átt það á hættu að vera sótt tilsaka eða verða fyrir ofbeldi ef upp kæmist um hinsegin kynhneigð eða kynvitund þess.4 4 „Tákn hinsegin samfélagsins,“ Hinsegin frá Ö til A, (s./a.) 21. 11. 2018, otila.is/samfelagid/hagsmunabaratta/takn-hinsegin-samfelagsins. Önnur tákn eru beinlínis tengd réttindabaráttu og hafa þann tilgang að hvetja fólk til dáða. Þau erueinnig til þess fallin að auka sýnileika ólíkra hópa hinsegin fólks, bæði innan samfélagsins alls sem og innan samfélags hinsegin fólks því þar eru hópar tvíkynhneigðra, pankynhneigðra og kynsegin fólks gjarnan jaðarsettir. Meðal þeirra tákna sem notuð hafa verið í réttindabaráttu til marks um stolt er bleikur þríhyrningur, tákn samkynhneigðra karla og svartur þríhyrningur, tákn samkynhneigðra kvenna. Saga beggja þessara tákna er afar sorgleg, en nasistar notuðu þau til að merkja samkynhneigða í útrýmingarbúðum í seinni heimsstyrjöld.5 5 „Tákn hinsegin samfélagsins.“

Bleiki þríhyrningurinn er einmitt til staðar í elsta trans-fána sem vitað er um en þann fána hannaði transkonan Dawn Holland fyrir samtökin Queer Nation Transgender Focus Group árið 1991.A A Hönnunin fyrir miðju fánans var hugsuð sem merking á stuttermaboli fyrir kröfugöngu sem samtökin stóðu fyrir en fáninn hefur aldrei notið mikilla vinsælda.7 7 „History of the Pride Flag,“ International Transgender Historical Society, (s./a.) 21. 11. 2018, transgendersociety.yolasite.com/tg-pride-flag-history-timeline.php.

Árið 1999 birti transmaðurinn Johnathan Andrew að eigin sögn fyrsta trans fánann undir dulnefninu Captain John.8 8 „Pride,“ Adventures in Boyland, 6. 3. 2001, web.archive.org/web/20010306133412/http://www.adventuresinboyland.com/pride.html. Ólíkt fána Dawn Holland dró nýi fáninn B B dám af hinum hefðbundna hinsegin fána – hann prýða bleikar og bláar línur sem tákna kvenkyn og karlkyn en þar að auki er hefðbundið trans tákn staðsett uppi í vinstra horni fánans.10 10 „History of the Pride Flag.“ Ástæðan fyrir því að Andrew fullyrðir að um fyrsta trans fánann hafi verið að ræða er sú að leit hans á netinu (fyrir tíma Google) bar engan árangur. Þrátt fyrir að Dawn Holland hefði hannað fána fyrir trans fólk átta árum fyrr var sá fáni lítið þekktur og því notuðu flestir hópar trans fólks ennþá regbogafánann. Af þessum sökum fannst Andrew nauðsynlegt að trans fólk fengi sinn eigin fána og því tók hann málin í sínar eigin hendur. Hann segir um hönnun beggja fánanna, sína eigin og hönnun Dawn Holland:

Hvort sem við erum […] að fara frá karlkyni (bláum) yfir í kvenkyn (bleikan) eða frá kvenkyni (bleikum) yfir í karlkyn (bláan), eða einfaldlega eitthvert þar á milli þá fangar hönnun beggja fána þau blæbrigði og þann styrk sem fólgin eru í anda okkar(og hvítu áherslulínurnar marka þá smáu sigra sem hafa unnist á ólíkum brautum okkar í átt til þess að verða heil […]).11 11 „Pride.“

Seinna sama ár leit enn annar fáni dagsins ljós sem átti eftir að festast í sessi sem einkennisfáni trans fólks.C C Í ágúst 1999, rúmum 20 árum eftir tilkomu hinsegin fánans, hannaði transkonan Monica Helms þann fána sem flestir þekkja í dag. Helms hafði lengi beitt sér ötullega í baráttutrans fólks og einbeitt sér sérstakega að viðurkenningu þeirra innan bandaríska hersins en sjálf er hún fyrrverandi hermaður. Michael Page, höfundur tvíkynhneigða fánans og vinur Monicu hvatti hana til þess að taka að sér það verkefniað hanna fána trans fólks. Monica féllst á það og hugmyndin kom fljótt til hennar – „það var næstum því eins og að vakna upp af draumi og sjá hann fyrir sér,“ sagði hún síðar.13 13 „History of the Pride Flag.“

Fáninn skiptist í fimm rendur, efst og neðst eru bláar rendur og í miðjunni er ein hvít lína en þeirra á milli eru tvær bleikar línur. Bleikur og blár eru hinir „hefðbundnu“ litir kynjanna. Hvíta línan táknar aftur á móti þau sem eru trans, í leiðréttingarferli, intersex eða þau sem kjósa ekki að skilgreina kyn sitt eða samsama sig engu kyni.14 14 „Tákn hinsegin samfélagsins.“ Mynstrið er þannig hannað að sama hvernig fánanum er flaggað þá snýr hann alltaf rétt, en Helms vildimeð því leggja áherslu á mikilvægi þess að hvert og eitt okkar finni það sem er rétt í sínu lífi. 15 15 Aaron Sankin, „Transgender Flag Flies In San Francisco’s Castro District After Outrage From Activists,“ Huffington Post, 20. 11. 2012, huffingtonpost.com/2012/11/20/transgender-flag_n_2166742.html.

Helms flaggaði trans fánanum í fyrsta sinní gleðigöngu í Phoenix í Arizona árið 2000. Hún fór að nota fánann „alls staðar og hvar sem er,“16 16 Zack Ford, „Transgender Pride Flag Designer Applauds Smithsonian LGBT Artifacts Collection,“ Think Progress, 27. 8. 2014, thinkprogress.org/transgender-pride-flag-designer-applauds-smithsonian-lgbt-artifacts-collection-51a7d1ade112. eins og hún orðaði það og ekki leið á löngu áðuren að fleiri vildu eignast fánann. Helms er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að allt samfélag hinsegin fólks geti notað regnbogafánann til að sýna samstöðu hvert með öðru um leið og hver hópur undir regnhlífarhugtakinu hinsegin skuli eiga sér sinn fána. Helms nefnir í því samhengi að í Bandaríkjunum þyki eðlilegt að hvert ríki hafisinn eigin fána, þó svo að bandaríski fáninn sé jafnframt tákn þjóðarinnar allrar.17 17 Ibid. Trans fáni Monicu Helms er nú orðinn að alþjóðlegu tákni trans og kynsegin fólks.18 18 „Milestone: Smithsonian Accepts Original Trans Pride Flag,“ National Center for Transgender Equality, 19. 8. 2014, transequality.org/blog/milestone-smithsonian-accepts-original-trans-pride-flag.

Þegar frumeintakið af fánanum var gefið Smithsonian safninu við hátíðlega athöfn, 19. ágúst 2014, komst Mara Keisling, stofnandi og framkvæmdastjóri samtakanna National Center for Transgender Equality svo að orði:

Bleiku, bláu og hvítu efnisstrangarnir sem Monica saumaði fyrst saman fyrir 15 árum tákna nú trans samfélagið. Þeir eru að eilífu greyptir í fána sem flaggað hefur verið á stöðum sem áður stóðu okkur ekki opnir og boða samfélag og félagsskap andspænis ofbeldi og misnotkun. Það er loks í dag, sem verið er að viðurkenna þessa sömu efnisstranga sem hluta þeirra rauðu, hvítu og bláu efnisstranga sem tjá hina ríkulegu fjölbreytni Ameríku. Það er mér mikill heiður á þessum degi, að verið sé að samþykkja fána trans fólks – fánann okkar – sem amerísk menningarverðmæti sem viðurkenna trans fólk. Athöfnin í dag er hluti framsækinnar menningarbreytingar sem segir – í augum Ameríkumanna – trans fólk er hér, hefur verið hér og mun ætíð vera hér.19 19 Ibid.

Þegar Helms tók til máls í athöfninni hélt hún á lofti þeirri von sinni sem fyrrverandi hermaður að þessi viðurkenning á baráttu hennar myndi einnig hafa áhrif á viðhorf ríkisstjórnarinnar gagnvart trans hermönnum svo að trans fólk gæti notið þeirra réttinda eins og aðrir Bandaríkjamenn að þjóna í bandaríska hernum.20 20 Ibid.

Fjölmörg tilbrigði við fána Monicu Helms eru til. Einna þekktast er sennilega fáni Jennifer Pellinen frá árinu 2002 en Pellinen þekkti raunar ekki til hönnun Monicu Helms.D D Líkt og Monica vildi Pellinen búa til fána sem væri sértækur og stæði einungis fyrir trans samfélagið. Í fána Pellineneru rendurnar ekki speglaðar eins og í fána Helms og er fáninn mun líkari hinum hefðbundna regn-bogafána. Líkt og fáni Helms stendur hönnun Pellinen fyrir hin ýmsu kynsegin blæbrigði sem tákna má á milli hinna hefðbundnu kynjalita, þess bleika og þess bláa.22 22 „History of the Pride Flag.“

Mikilvægt er að fánar í réttindabaráttu af því tagi sem hér er til umfjöllunar séu sveigjanlegir og geti tekið breytingum svo sem flestir geti samsamað sig þeirri merkingu sem verið er að tjá með fán-anum. Ólík trans samfélög hafa útfært hönnun Monicu Helms með einhverjum hætti, svo sem að bæta við táknum, til afmörkunar frá öðrum skyld-um hópum. Innan grasrótarhreyfinga á borð við samfélag trans og kynsegin fólks er mikilvægt að fólk taki málin í eigin hendur og skapi fána og merki sem varðveita fjölbreytileika hópsins. Af þeim sökum er slík hönnun í eðli sínu lýðræðisleg.

TÁKNFRÆÐI HANDAN
KYNJATVÍHYGGJU

Trans samfélagið notast við fjölbreyttar útfærslurá hinum þekktu kynjatáknum, kross á hring og ör á hring. Kynjatáknin voru tákn fyrir pláneturnar Venus og Mars í fornri grísk-rómverskri stjörnufræði en þau rekja uppruna sinn enn lengra aftur í söguna.23 23 Robert G. Resta, „The Crane’s Foot: The Rise of the Pedigree in Human Genetics,“ Journal of Genetic Counseling 2, #4 (1993): 235–60, DOI: 10.1007/BF00961574. Það var aftur á móti sænski líf-fræðingurinn Carl von Linné sem var fyrstur til að nota þessi tákn í líffræðilegu samhengi. Það gerði hann til þess að aðgreina kyn plantna í ritgerð sinni Plantae hybridae frá árinu 1751.24 24 William T. Stearn, „The Origin of the Male and Female Symbols of Biology,“ Taxon 11, #4 (1962): 109–113, DOI: 10.2307/1217734. Á okkar tímum merkja þessi ævafornu tákn annaðhvort líffræðilegt eða félagslegt kyn.25 25 Ibid., 109.

Transtáknin byggja í grundvallaratriðum á tveimur ólíkum útfærslum. Annars vegar er hefð fyrir því að sameina kynjatáknin í einu tákni, til dæmis ⚥ eða ⚧. Í stað þess að hringirnir séu hlekkjaðir saman þá eru bæði táknin, krossinn og örin, sett á einn hring. Í þeirri samsetningu tákna merkin hvoru tveggja þá karl- og kveneiginleika sem kunna að búa í einum og sama einstaklingnum. Þetta samsetta tákn er mikið notað oger vel þekkt sem tákn kynsegin samfélagins. Hins vegar er gjarnan notast við þriðja plánetutáknið til að tákna kynsegin fólk. Það er merki guðsins Merkúr ☿ en það tákn hefur sterka sögulega skírskotun til kynsegin fólks. Hermafródítus, hið tvíkynja bur Merkúr, er nefnilega táknað með þessu merki í grískri goðafræði. Merkið er samansett af krossi sem vísar niður sem tákn um kvenleika og hálfmána sem táknar karlleika.Táknin eru staðsett sitt hvoru megin á hringnumog merkja þannig jafnvægi milli þessara tveggja hluta, hins kvenlæga og hins karllæga.26 26 „Symbols of the Gay, Lesbian, Bisexual, and Transgender Movements,“ LAMBDA, (s./a.) 26. 12. 2004, qrd.org/qrd/www/orgs/avproject/symbols.html.

Auk kynjamerkjanna og útfærslna þeirra er gjarnan snúið upp á hefðbundið kynjamyndmál í táknfræði kynsegin samfélagsins. Til að mynda er bleikur notaður sem tákn um kvenleika og blár sem tákn um karlmennsku. Með því að nota slík hefðbundin sjónræn leiðarstef sem almenningur þekkir opnast möguleiki á því að setja táknin í nýtt samhengi sem brýtur upp samfélagslega merkingu þeirra og skapar jafnvel nýja. Í stað þess að tjá myndmál tveggja fullkomlega aðskilinna og ólíkra kynja er myndmálinu blandað saman á rófi ólíkra kyngerva.27 27 Monro, „Transmuting Gender Binaries.“ Litanotkun Monicu Helms í transfánanum er dæmi um það hvernig hefðbundnir litir kynjanna, bleikur og blár, eru notaðir til að merkja eitthvað nýtt. Þar eru verið að setja þekkt tákn í nýtt samhengi til þess að brjóta upp hefðbundnar hugmyndir um kyn. Þar með skapast grundvöllur fyrir samstöðu handan kynjatvíhyggjunnar í fána sem flaggað er í nafni baráttunnar.

Auk þess er gjarnan stuðst við liti í réttindabaráttu handan kynjatvíhyggju sem hafa ekki sérstaka kynjaða merkingu. Þar má til að mynda nefna gulan og fjólubláan en þeir litir koma til dæmis fyrir í intersex fánanum sem er gulur með fjólubláum hring í miðjunni.E E Gulur hefur gjarnan verið notaður sem kynlaus litur og fjólublár er síðan einhvers staðar á milli bleiku og bláu litanna. Í intersex fánanum er reyndar ekki aðeins brugðið á leik með liti heldur er einnig verið að skapa hugrenningartengsl við tákn Mars og Venusar – sérkenni þeirra hafa verið fjarlægð og aðeins hringurinn situr eftir.29 29 Morgan Carpenter, „An Intersex Flag,“ Intersex Human Rights Australia, 5. 7. 2013, ihra.org.au/22773/an-intersex-flag. Í kynsegin (e. genderqueer) fánanum er einnig notast við fjólubláan sem vísuní sambland af kvenleika og karlmennsku og hvítan eins og í trans fánanum sem tákn um hlutleysi og hlutlaust kyngervi.F F Neðst í fánanum er græn rönd, en grænn skapar andstæðu við fjólubláan. Marilyn Roxie, hönnuður kynsegin fánans, segir hann í andstöðu við kynjatvíhyggju, í andstöðu við sam-bland af kvenleika og karlmennsku.31 31 Marilyn Roxie, „About the Flag,“ Genderqueer and Non-binary Identities, (s./a.) 23. 11. 2018, genderqueerid.com/about-flag.

Þó svo að það kunni að virðast þversagnakennt í fyrstu andrá þá er að sjálfsögðu engin tilviljunað hefðbundin tákn kynjanna séu notuð til þess að brjóta upp kynjatvíhyggju. Með því að nota tákn sem þegar hafa öðlast sess í hugum fólks verður samstundis ljóst hvað er verið að tákna. Jafnvel þó verið sé að snúa upp á hefðbundna merkingu, til dæmis með því að blanda saman táknum Mars og Venusar, þá skilst merkingin engu að síður. Það er alveg ljóst um hvaða tákn er að ræða um leið og snúið er upp á merkinguna. Táknin hætta að standa fyrir sinn hvorn fastann við endan á rófi kynvitundar og upphefja nýja merkingu handan kynjatvíhyggjunnar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Grafísk hönnun í réttindabaráttu kynsegin fólks
Graphic Design in the Fight for Non-Cis Rights
Milli Mars og Venusar
Between Mars and Venus

SIGNS BEYOND
BINARY GENDER

Graphic signs are very important for all civil rights movements because they signify certain groups or a certain cause. Such signs are often emblazoned on flags in order to invoke solidarity – particularly between people fighting for the civil rights of particular groups. This is clearly important for the LGBT+ movement within which different flags are commonly used as signs to signify different sexual and gender minorities belonging to the movement. The movement fights for the recognition and civil rights of people of different sexuality and gender and the movement’s rainbow flag is well known. The colours of the rainbow flag signify solidarity and a common cause, and it is flown, for instance, in order to express support, to make participants in the movement visible or to front the demonstrations. Given the fact that such signs can signify something that is not socially accepted, it often attests to great courage when such flags are flown with pride.

This article discusses the fight for trans or non-cis civil rights, but the terms denote people who do not identify with their assigned sex or binary gender and here the concepts will be used predominantly in that sense. Another concept, genderqueer, denotes a person who identifies both as male and female, as neither or as something else. The cause of trans, non-cis and genderqueer people often aligns with the larger LGBT+ society but the fight for non-cis rights is in important ways different from the fight for gay rights for instance, even though the interests of those groups might frequently coincide.

Even though the concepts trans or non-cis are of recent coinage, the need to express a gender, different from the one assigned at birth, is by no means new.1
1 Hinsegin orðabók,“ Áttavitinn, (u.) 31. 5. 2018, attavitinn.is/sambond-og-kynlif/hinsegin/hinsegin-fra-a-o.
For instance, there are social groups such as Hijra in India, Takatāpui in New Zealand and Fa’afafine in Samoa. Common to all of these groups is the fact that their members do not identify with binary gender and by using contemporary concepts they might be termed intersex, trans or non-cis.2
2 Stephen Whittle, „A Brief History of Transgender Issues,“ The Guardian, 2. 6. 2010, theguardian.com/lifeandstyle/2010/jun/02/brief-history-transgender-issues.

The existence of transgender people and non-binary gender is becoming increasingly more recognised in the West. In many places laws are being changed and conservative views on gender and sex are giving way to notions about sex and gender as a spectrum.3
3 Surya Monro, „Transmuting Gender Binaries: The Theoretical Challenge,“ Sociological Research Online 12, #1 (2007): 1–15, DOI: 10.5153/sro.1514.
In Iceland, there are civil rights groups such as Samtökin ’78 and Trans Ísland, that have fought for the civil rights of transgender and non-cis people but similar groups and associations are active around the world. Despite great progress in the last few decades there is still a long way to go and the fight for trans and non-cis rights carries on.

Solidarity, understanding, visibility and struggle pave the way to a more equal society and a safer environment for trans and non-cis people. Signs of solidarity are important for all civil rights movements, the fight for trans and non-cis civil rights included. The trans flag has an interesting history that will be discussed here in light of the symbols and colours used to signify the cause.

THE HISTORY
OF TRANS FLAGS

LGBT+ societies have used many different signs throughout history for different ends. Some signs have been used in order to signify to other LGBT+ people that one belongs to the same society, at times when people risked being persecuted in the court of law or outright violence if their LGBT+ sexuality or gender were discovered.4
4 „Tákn hinsegin samfélagsins,“ Hinsegin frá Ö til A, (s./a.) 21. 11. 2018, otila.is/samfelagid/hagsmunabaratta/takn-hinsegin-samfelagsins.
Other signs are directly related to the fight for civil rights and are meant to encourage people in the struggle. They are also intended to increase the visibility of different LGBT+ groups, both within the larger society as well as within the LGBT+ society where groups of bi-sexual, pansexual and non-cis people are often marginalised. Among the signs used to indicate LGBT+ pride are the pink triangle, a symbol for gay men and the black triangle, a symbol for gay women. The history of both these signs is immensely tragic, as Nazis used those to label gays in concentration camps in the Second World War.5
5 „Tákn hinsegin samfélagsins.“

The pink triangle is, as a matter fact, emblazoned on the oldest known trans flag, designedby trans woman Dawn Holland for the Queer Nation Transgender Focus Group in 1991. The design at the centre of the flag was intended as a logo on t-shirts for a demonstration organised by the group, but the flag has never enjoyed wide-spread popularity.6
6 „History of the Pride Flag,“ International Transgender Historical Society, (s./a.) 21. 11. 2018, transgendersociety.yolasite.com/tg-pride-flag-history-timeline.php.

In 1999 the trans male Johnathan Andrew, using the pseudonym Captain John7
7 „Pride,“ Adventures in Boyland, 6. 3. 2001, web.archive.org/web/20010306133412/http://www.adventuresinboyland.com/pride.html.
, claimed to have designed the first ever trans flag.B Unlike Dawn Holland’s flag, this new flag was akin to the classic LGBT+ flag – it has pink and blue lines that signify the feminine and the masculine, as well as being emblazoned with a classic trans symbol in the top left corner.8
8 „History of the Pride Flag.“
The reason for Andrew claiming that this is the first trans flag is that his online search (pre-Google) did not yield any results. Although Dawn Holland did design a flag for trans people eight years earlier that flag was relatively unknown and most trans-gender groups were still using the rainbow flag. Because of this, Andrew believed it necessary for trans people to have their own flag, prompting him to take matters into his own hands. He says about the design of both his and Dawn Holland’s flags:

Whether we’re […] going from male (blue) to female (pink) or from female (pink) to male (blue), or just somewhere in between, both flag designs capture the subtl[e]ties and the strengths of our spirits (and the white accents in between the lines are the – supposedly – [sic.] little triumphs that happen upon us during our journ[ey]s to become whole […]).9
9 „Pride.“

Later that year, yet another flag was revealed, a flag that would become the official trans flag.C In August 1999, more than 20 years after the birth of the LGBT+ flag, transwoman Monica Helms designed the flag most people are familiar with today. Helms had been active in the fight for trans rights for a long time and focused especially on the recognition of trans people within the US army, being a veteran herself. Michael Page, the designer of the bisexual flag and Monica’s friend, encouraged her to attempt to design a flag for trans people. Monica accepted the challenge and soon the idea presented itself to her,“it was almost like waking up from a dream and seeing it,” she later said.10
10 „History of the Pride Flag.“

The flag has five stripes, at the top and bottom there are blue stripes, at the centre there is a single white stripe and between the blue and the white there are two pink stripes. Pink and blue are the ‘traditional’ heterosexual colours. The white stripe however, designates those who are trans, in the process of correcting their gender, intersex or those who either do not identify with a particular gender or no gender at all.11
11 „Tákn hinsegin samfélagsins.“
The pattern is designed so that the flag is correctly oriented, any which way it is hoisted. Helms meant to signify with this gesture, the importance of each and every one of us finding what is right in life.12
12 Aaron Sankin, „Transgender Flag Flies In San Francisco’s Castro District After Outrage From Activists,“ Huffington Post, 20. 11. 2012, huffingtonpost.com/2012/11/20/transgender-flag_n_2166742.html.

Helms flew the trans flag for the first time in a Pride Parade in Phoenix, Arizona in 2000. She started using it “everywhere and anywhere,”13
13 Zack Ford, „Transgender Pride Flag Designer Applauds Smithsonian LGBT Artifacts Collection,“ Think Progress, 27. 8. 2014, thinkprogress.org/transgender-pride-flag-designer-applauds-smithsonian-lgbt-artifacts-collection-51a7d1ade112.
as she puts it, and it didn’t take long for more people to want to have their own flags to fly. Helms believes that it is important that the entire LGBT+ community is able to fly the rainbow flag as a sign of solidarity, but at the same time that each group that identifies as LGBT+, still has their own flag. Helms says in this context, that it is commonplace in the US for each state to have its own flag, despite the fact that the US flag is the unifying symbol for the entire nation.14
14 Ibid.
The trans flag by Monica Helms has now become an international symbol for trans and non-cis people.15
15 „Milestone: Smithsonian Accepts Original Trans Pride Flag,“ National Center for Transgender Equality, 19. 8. 2014, transequality.org/blog/milestone-smithsonian-accepts-original-trans-pride-flag.

When the original copy of the flag was given to the Smithsonian Museum during a celebratory ceremony, August 19, 2014, Mara Keisling, founder and executive director of the National Center for Transgender Equality said:

The cuts of blue, pink, and white fabric that Monica first bound together 15 years ago now form a symbol of the trans community. They have fused forever into a flag that’s been carried into places previously unwelcome to us, charting community and fellowship in the face of violence and mistreatment. Finally today, that same fabric is being recognised as part of the red, white, and blue fabric that make up the richness of America. I’m deeply honored that today, the transgender pride flag – our flag – is being accepted as an American historical treasure that honors transgender people. Today’s ceremony is part of the forward cultural change that says – in the eyes of America – transgender people are here, have been here, and will always be here.16
16 Ibid.

When Helms spoke during the ceremony she emphasised her hope as a veteran soldier, that this recognition of her struggle would also come to influence the government’s views on trans soldiers, so that trans people could enjoy the same civil rights as other US citizens and serve in the US Army.17
17 Ibid

Many variations of Monica Helms’ flag exist. The best known is probably the flag of Jennifer Pellinen from the year 2002 but Pellinen was in fact not familiar with Monica Helms’ design.D Like Monica, Pellinen wanted to design a particular flag that would only designate the trans society. Pellinen’s flags doesn’t mirror the stripes, in the way Helms’ flag does, and is much more akin to the classical LGBT+ flag. Just like Helms’ flag, Pellinen’s design designates the various non-cis nuances that may be symbolised in between the classical heterosexual colours, the pink and the blue.18
18 „History of the Pride Flag.“

It is important that the flags in the fight for civil rights, such as those discussed here, are both flexible and adaptable, so that as many people as possible can identify with the meaning conveyed by the flag. Different trans societies have adapted Monica Helms’ design in some way, for instance by adding symbols in order to distinguish a particular group from other related groups. Within grassroots movements such as the trans and non-cis society it is important that people take matters into their own hands, creating flags and symbols that preserve the variety within the group. Consequently, any such design is essentially democratic.

SEMIOTICS BEYOND
BINARY GENDER

The trans society uses different variations of the established heterosexual signs, a cross on a circle and an arrow on a circle. The heterosexual signs were once symbols for the planets Venus and Mars in ancient Greek-Roman astrology, but they trace their origin even further back in history.19
19 Robert G. Resta, „The Crane’s Foot: The Rise of the Pedigree in Human Genetics,“ Journal of Genetic Counseling 2, #4 (1993): 235–60, DOI: 10.1007/BF00961574.
It was however, Swedish biologist Carl von Linné who was the first to use these symbols in a biological context. This he did in order to distinguish the sexes of plants in his 1751 treatise, Plantae hybridae.20
20 William T. Stearn, „The Origin of the Male and Female Symbols of Biology,“ Taxon 11, #4 (1962): 109–113, DOI: 10.2307/1217734.
In our times, these ancient symbols signify either biological sex or social gender.21
21 Ibid., 109.

The trans symbols are fundamentally based on two different adaptations. On the one hand, there is a tradition of uniting the two heterosexual signs in one symbol, for example ⚥ or ⚧. Instead of the circles being linked together, both signs – the cross and the arrow – are fused on to the same circle. In this semiotic constellation, the signs signify both the masculine and feminine properties of one and the same individual. This unified symbol is used a lot and is widely recognised as the non-cis symbol. On the other hand, the third planetary symbol is used in order to signify non-cis people. This is the symbol of the god Mercury ☿, a sign with a history of signifying non-cis people. Hermaphroditus, the bi-sexual offspring of Mercury is in fact symbolised by this symbol in Greek mythology. The sign is made up of a downward-pointing cross, indicating femininity and a half-moon, signifying masculinity. The symbols are located on two opposite poles of the circle, signifying the balance between these two parts, the feminine and the masculine.22
22 „Symbols of the Gay, Lesbian, Bisexual, and Transgender Movements,“ LAMBDA, (s./a.) 26. 12. 2004, qrd.org/qrd/www/orgs/avproject/symbols.html.

In addition to the heterosexual signs and their variations, non-cis semiotics often play on traditional heterosexual visual language. For instance, pink is used as a symbol of femininity and blue as a symbol for masculinity. Such traditional, commonly known visual leads, lend themselves easily to adaptions that disrupt established social meanings and even constitute new meanings. Instead of constituting the visual language of two perfectly separate and different sexes, the visual language is integrated on a spectrum of different genders.23
23 Monro, „Transmuting Gender Binaries.“
Monica Helms’ use of colour for the trans flag is an example of how the traditional heterosexual colours, pink and blue, are used to signify something new. Established signs are contextualised anew in order to disrupt established notions of gender. This lays a foundation for non-binary solidarity in a flag, suitable for the cause.

Furthermore, the fight for non-binary civil rights often sees colours being used that do not have a specific gendered meaning. The colours yellow and purple are used in the intersex flag, for instance, a yellow flag with a purple circle in the centre.E Yellow has often been used as a non-gendered colour and purple is located somewhere between the pink and the blue colours. The intersex flag not only plays with colours but also with connotations with Mars and Venus – their specific characteristics have been left out, and only the circle remains.24
24 Morgan Carpenter, „An Intersex Flag,“ Intersex Human Rights Australia, 5. 7. 2013, ihra.org.au/22773/an-intersex-flag.
In the genderqueer flag also, purple is used to signify an intermingling of femininity and masculinity, and white is used as a sign for neutrality and a neutral gender, just like in the trans flag.F At the bottom of this flag, there is a green stripe, but green creates an opposite to purple. Marilyn Roxie, the designer of the genderqueer flag, insists that it opposes binary gender and the intermingling of femininity and masculinity.25
25 Marilyn Roxie, „About the Flag,“ Genderqueer and Non-binary Identities, (s./a.) 23. 11. 2018, genderqueerid.com/about-flag.

Even though it might seem controversial at first, it is of course no coincidence that the traditional heterosexual symbols are being used to disrupt binary gender. By using signs that have already been established in people’s minds it instantly becomes clear what is being signified. Even though traditional meanings are being manipulated, for instance by enjoining the symbols of Mars and Venus, the meaning is nonetheless clear. It is obvious what symbol is being used even though the meaning is being manipulated. The symbols are not fixed opposites of the spectrum of gender anymore and a new non-binary meaning emerges.a